Félagsbréf - 01.06.1961, Side 39

Félagsbréf - 01.06.1961, Side 39
FÉLAGSBRÉF 37 þegar hann svalt eins og önnur góð skáld, þá var hann vanur að segja, að eiginkona væri sá munaður, sem hann myndi veita sér síðast af öllu. Það er því ánægjulegt >að vita til þess að hann getur eftir þvi að dæma veitt sér allan hugsanlegan munað. Hins vegar samhrygg- ist ég þér af heilum hug að missa jafn eigulega konu og hana Kristínu. Ég skil það vel, að þú munir sjá eftir henni. BÓKAÚTGEF.: Já, ég sé eftir henni og telpunni minni. En um það þýðir ekki að sakast. Kristín er frjáls borgari í frjálsu landi og hefur auð- vitað leyfi til þess að yfirgefa mig, ef hún telur sig ekki gefca búið lengur með mér. RITHOF.: Alveg rétt, alveg rétt. Það er að sjálfsögðu skynsamlegast að taka þessu svona. BÓKAÚTGEF.: Ef ég bara gæti fengið loforð hjá þér fyrir handriti á næsta ári, þá myndi ég fá lán út á það til þess að komast úr verstu kröggunum. RITHÖF. (óþolinmóðlega): Ég er búinn að segja þér, að ég get það ekki nema með þeim skilyrðum, sem við höfum samþykkt í félaginu. Og þótt ég vildi gjarnan gera þér greiða, þá kemur ekki til mála, að ég gerist félagsskítur. BÓKAÚTGEF.(eymdarlega): Mér þykir leiðinlegt að vera að þylja þér þessar raunatölur mínar. En ég sé bara ekki, hvernig ég á að fara að komast af. Ég segi þér satt, að ég hef ekki einu sinni getaS haldið mig skammlaust í mat. RITHÖF. (áhugalítiS): Jæja, er það virkilega svona mögur atvinna að vera bókaútgefandi ? BÖKAÚTGEF. : Að maður ekki tali um að geta klætt sig. Ég varð fyrir því óláni, að yfirhöfninni minni var stolið frá mér í haust. Og síðan hef ég orðið að vera yfirhafnarlaus, hverju sem viðrar, því að ég hef ekki haft efni á að fá mér aðra. RlTHÖF. (stenduT á fœtur og gengur aó klœóaskápnurn): Ég get bætt úr því, Auðbjörn minn. Hér á ég vandaðan vetrarfrakka, sem ég er hættur að nota. Gerðu svo vel, ég ætla að gefa þér hann. Að vísu er hann í það stytzta á þig, en ég hygg hann sé næstum nógu víður, af því að þú hefur lagt af. En það er alltént skjól í honum. BÓKAÚTGEF.: Kærar þakkir. Hann kemur sér vissulega vel fyrir mig undir veturinn eins og nú stendur á fyrir mér — en — en... .

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.