Félagsbréf - 01.06.1961, Blaðsíða 46

Félagsbréf - 01.06.1961, Blaðsíða 46
44 FÉLAGSBRÉF konungsvaldsins í siðaskiptunum var býsna auðsær. Eignaskipti og valda voru þar ekki síður atriði en skipti trúarbragða. Þótt ekki væri beinlínis styrjöld í landinu, urðu eftirmál siðski])tanna ekki ólík því, sem gerist eftir styrjöld, og sigurvegarinn deilir hlut hinna sigruðu milli sín og manna sinna. Hlutur íslendinga varð þó smár í þeim leik. Síðari hluti 16. aldarinnar einkennist af fjárgræðgi og yfirtroðsluin höfðingjanna, falsbréfamálum og margs konar fantaskap. Samfara þessu magnast svo hjátrú og hindurvitni, ofsafengin djöflatrú og drauga. Ormur- inn hlykkjar sig í Lagarfljóti, ókindur vaða í Hvítá syðra. Jafnvel sá vísi maður Guðbrandur biskup er ekki laus við að trúa á galdra. En öldin átti einnig sínar björtu hliðar og góðu menn. Magnús sonur Jóns á Svalbarði er þá sýslumaður í Þingeyjarsýslu. Sigfús skáld getur horft á bæ hans úr hlaði á Stað í Kinn. Hann býr í Rauðuskriðu hinum megin fljótsins. Hann er skartmaður og skáld, hvers manns hugljúfi og vill allra mein bæta. Þeir þekkjast vel hann og Sigfús prestur. Síðar flyt- ur Magnús vestur á land og fær þá viðurnefnið prúði. Á Nesi í Aðaldal situr Einar prestúr Sigurðsson, gleðimaður og hress í lund, þekktur fyrir sína hugljúfu sálma. Þeir Sigfús og Einar eru skóla- bræður frá Hólum og hvorugan íþyngir veraldarauðurinn. Einars bíða þó betri kjör sem biskupsföður í Eydölum austur . Á Grenjaðarstað situr Sigurður prestur, sonur þjóðhetjunnar og píslar- vottsins Jóns Arasonar biskups. Stórmenni og öðlingur, sem hefur livers manns lof. Meiri vafi mundi leika ó um mannkosti þeirra höfðingjanna Þorsteins- sona frá Ási í Kelduhverfi. Líklegir hefðu Iþeir verið til að ríða hratt ur hlaði, þegar þeir voru að berja á Kolbeini Arngrímssyni á Grænavatni utn þessar mundir. Sigfús á Stað gæti haft þá og þeirra líka í huga, þegar hann kveður: Sumir báru sverð á hlið og sveinstéttina kepptust við, en aðrir öngvan fengu frið og földu sig þar inni; eldurinn undan hófum hraut, þá hofmannsfólkið reið á braut, og mál er, að linni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.