Félagsbréf - 01.06.1961, Blaðsíða 43

Félagsbréf - 01.06.1961, Blaðsíða 43
ÞÓRIR BALDVINSSON: Nú er hann Fúsi kominn í Kinn "1 7"orið hefur komið með fyrra móti. Þó er blika í lofti og mistur í suðri. Vábrestir heyrast norður yfir fjöll og sanda. Stundum nötrar land af átökum sunnan heiða. Hekla er að gjósa. Bændur bera hönd að auga. Skyggnast til fjalla. Norðanáttin er hæg, og meðan hún helzt er engin hætta á ferð. Einu sinni gat þó norðanáttin orðið til góðs. Vorverkin standa yfir. Bændur hreyta skarni um þýfin tún. Konur berja úr kögglum með klárum. Smali gætir lambfjár. Degi er tekið að halla. Norður á Hólsleiti er hópur af fólki, ekki stór, og horfir norður yfir sveitina. Maður og kona standa þar hlið við hlið. Hún í víðu pilsi og þröngum bol; hvít stromphúfa á höfði og fellur þétt yfir hár og enni. Hann í síðri úlpu dökkri. Hattur á höfði, lúinn og nokkuð slitinn. Maðurinn fölleitur, kinnfiskasoginn og ekki sællegur. Tveir drengir ungir og ein telpa halda í hesta sem nösla af þúfum. — Hvar er nú Staður? segir konan. •— Ekki langt undan, ef rétt er hermt, segir maðurinn, — en vísast er, að hún geti frætt okkur betur uin það þessi. Förukona kemur norðan yfir leitið. Heldur á pinklum ekki þungum. -— Sælt veri blessað fólkið, segir hún og dæsir við. — Heil fjölskylda a ferð og blessuð hörnin líka. Ja, ekki nema það þó. Hún sezt á þúfu og glápir á fólkið, meðan hún lætur dæluna ganga. ■— Þú munt vera kunnug hér um slóðir, segir maðurinn. ■— Ja, kunnug og ekki kunnug, segir konan. — Ég hef sosum komið Itér áður, en ætli ferðirnar verði miklu fleiri. Það er víst varla gustuk. Þessir aumingjar. Þeir geta varla hýst gest né gangandi, svo að ekki sé nieira sagt, og segég það. Já, fátæk sveit, það er hún Kinnin greyið og hleytan og aurinn. '— Þú munt líklega geta sagt okkur, hvar Staður er, segir maðurinn. — Já, Staður, segir förukonan og horfir til baka. — Ætli ég þekki ekki Stað í björtu. Eini bærinn, sem komandi var á í allri Kinn, meðan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.