Félagsbréf - 01.06.1961, Síða 20

Félagsbréf - 01.06.1961, Síða 20
ALEXANDER COWIE: Nýja gagnrýnin er að verða gömul Höfundur þessarar greinar, Alexander Cowie, hefur um langt árabil verið pró- fcssor í enskum og amerískum bókmenntum við Westlcyan University í Bandaríkjunum. Hann kom við hér í Reykjavík fyrir rúmu ári á leið sinni frá meginlandi Evrópu til Bandaríkjanna og hclt tvo fyrirlestra á vegum Háskóla íslands, en annar þeirra fjallaði um sama efni og grein sú, sem hér birtist f íslenzkri þýðingu. Bitstjóri Fé- lagsbréfa fór þá fram á það við prófessor Cowie, að hann léti ritinu í té grein um nýgagnrýnina, og: varð hann fúsiega við þeim tilmœlum. Er ánægja að því að geta flutt lesendum umsögn hans um þetta athyglisverða fyrirbrigði í bókmenntum nútímans. Jþess sér ýmis merki, að hin svonefnda nýja gagnrýni, sem verið hefur nærri alls ráðandi undanfarin þrjátíu ár, hafi nú að mestu runnið skeið sitt á enda sem stefna bókmenntalegs eðlis. Þetta var afsprengi tíma- bils, sem hafði meiri áhuga á aðferðum og skilgreiningum en sköpun. Þegar árið 1928 veitti George Santayana því athygli, að mikilvægar veðra- breytingar voru farnar að gera vart við sig á sviði lista og bókmennta: það „andrúmsloft“, sem hann hafði alizt upp í sem unglingur, „var mettaÖ tilfinningum skálda og annarra, sem voru snortnir trúarlegum áhuga eða trúarlegum dapurleik. Fegurðin (sem nú má ekki nefna á nafn) var þá lifandi veruleiki eða kveljandi vöntun, jafnt á nóttu sem degi; sagan hljómaði í eyrum okkar: og jafnvel sálarfræðin eða sálfræðileg skilgrein- ing á listaverkum gat ekki numið á brott hina mannlegu eiginleika listar- innar. Hún var hinn mikli minnisvarði okkar, hin stórfenglega opinberun og skýring á því, hverju sálin hafði nærzt á, hvaða kjör hún hafði búið við á sínum betri dögum. En nú virðist sem skilgreiningin og sálarfræðin standi ein uppi; allur andlegur áhugi er glataður, sálin þarfnast einskis lengur. í þessu efni hefur hugur mannsins þornað upp; listin er orðin takmark í sjálfu sér, sem rannsaka þarf á vísindalegan hátt eins og hvert annað caput mortuum: og þá er engu síður búið að ganga af lífrænum þætti viðfangsefnisins — skrásetningu mannlegra tilfinninga og mannlegs álits — dauðum.“

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.