Félagsbréf - 01.06.1961, Page 41

Félagsbréf - 01.06.1961, Page 41
FÉLAGSB RÉF 39 ÞaS er bariS aS dyrum. RITHÖF.: Hver skyldi nú vera að ónáða mig um þetta leyti? Aldrei er friður. (Kallar stundarhátt). Andartak! Gera svo vel að bíða andar- tak. (Hann snarast fram úr, lítur á fötin á stólnum mefi óánœgjusvip). Drottinn minn! Verð ég að fara í þessi andskotans gjafaföt! Iivenær skyldi ég eignast pening til þess að leysa út hin fötin? (tekur bux- urnar og fer í þœr). En ég er víst tilneyddur að fara í þessi, enda þótt ég verði að aumingja í hvert sinn, sem ég klæðist þeim. Aftur er bariS aS dyrum, nú mun fastar. RITHÖF. (þrífur jakkann): Andartak — bara andartak (fer fram aS dyr- um og opnar). (Fyrir utan stendur húseigandinn, frú Lára, gildvaxin og virSuleg). FRÚ LÁRA (kuldalega): Góðan dag. Ég mátti svo sem eiga von á því að þér væruð ekki kominn á fætur, þótt komið sé fram undir hádegi. RITHÖF.: Góðan daginn, frú. Já, ég fer stundum seint á fætur, þegar ég er að skrifa fram eftir öllu. Mér gengur alltaf bezt að skrifa á nóttunni. FRO LÁRA (háSslega): Nú-já. Mér kemur það nú ekki við, hvenær yður gengur bezt að skrifa. En þér vitið, að í dag rennur út síðasti frestur. Ef þér hafið ekki greitt fyrir klukkan fjögur í dag, læt ég bera yður út. RITHÖF.: Kæra frú, þér megið til að hafa biðlund enn í nokkra daga. Ég skal segja yður, ég á bara enga peninga, annars skyldi ég borga yður strax. FRO LÁRA (hörkulega): Kemur mér ekki við. Ég minni yður aðeins á þetta, að fyrir klukkan fjögur í dag verðið þér að hafa greitt eða vera fluttur — annars læt ég bera yður út! RITHÖF. (stynur þungan): Ég hef bara engin ráð (verSur litiS út undan sér til bókaliillunnar) nema — nema ég selji bækurnar mínar. FRO LÁRA: Þér um það. Þér um það, hvernig þér gangið frá yðar fjár- málum. Mér ber að sjá um mín, ekki yðar. Sælir! skellir aftur hurSinni). RITHÖF. (snýr sér viS og lítur yfir vistarveru sína): Já, að byrja sem póet en enda sem fornbókasali. Var það ekki einmitt þannig, sem hann komst að orði? ENDIR.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.