Félagsbréf - 01.06.1961, Side 23

Félagsbréf - 01.06.1961, Side 23
félagsbréf 21 verður „útlistun formsins“ — með öðrum orðum eins og hann virðist „aðeins liirða um gluggarúðuna — ekki það, sem sjá má í gegnum hana.“ Þetta voru ný sjónarmið og þau áttu sinn þátt í sköpun merkilegra bók- menntaritgerða, eins og hjá Eliot, Cleanth Brooks, R. P. Blackmur o.fl. Aftur á móti verðum við að hafa það hugfast, að sérhver bókmennta- stefna á það á hættu að fara út í öfgar, gerast sérlynd um of og verða loks með öllu ófrjó. Lítum á hina ný-klassisku bókmenntastefnu átjándu aldar, sem að lokum og óumflýjanlega vakti upp byltingarsinnaðar kenn- ingar þeirra Wordsworth og Coleridge. Á undanförnum áratugum hefur allmikil úrkynjun gert vart við sig meðal nýgagnrýnenda, og hefur hún dnegið mjög úr orku og þrótti kenninga þeirra. Þessi stefna hefur jafnvel fætt af sér hin herfilegustu óbermi á sviði bókmenntagagnrýni. Nú, þegar unnt er að virða hina nýju siði og kenningar fyrir sér í nokkurri fjarlægð, þá virðast þær á ýmsan hátt vera fullt eins miklum takmörkum háðar og í eðli sínu jafnskaðlegar og hinar fyrri kenningar og stefnur. Hverjar eru ástæðurnar fyrir þessari vaxandi óánægju með stefnu nýju gagnrýninpar? Það virðist fyrst og fremst hafa verið mesta firra að kasta hinni sögu- legu afstöðu til þróunar bókmenntanna með öllu fyrir borð, svo þægilegt tæki sem hún hlýtur að vera til bókmenntagagnrýni. Það var W. K. Wimsatt, sem sjálfur er mjög nútíðarlegur í afstöðu sinni til gagnrýni á bókmenntum, er benti á það fyrir nokkrum árum, að tilgangslaust væri að taka til skilgreiningar ljóð, sem sjálfstæða einingu, er væri til aðeina fyrir sjálfa sig og í sjáfri sér, án þess að hún ætti sér nokkrar frekari rætur og skyldleika, sem gildi kunna að hafa. Sérhver sá, sem ætlar að shýra og skilja efnið t.d. í ljóði eftir Dryden, verður að minnsta kosti að búa yfir einliverri þekkingu á sögu Englands á öndverðri seytjándu öld. Á sama hátt getur það verið mjög nytsamlegt til aukins s'kilnings á líking- 'im og byggingu eins ljóðs, að þekkja nokkuð til þess andrúmslofts, sem skáldið dvaldist í, og jafnvel vita nokkur skil á þróunarsögu þess máls, sem það ritaði á. Sú hætta, sem sá angi nýgagnrýninnar, er einkum leggur áherzlu á sál- greiningu bókmenntanna, felur í sér, kemur einna gleggst fram í hinu furðu- lega verki Marie Bonaparte um skáldið Alexander Poe, en þar eyðir hún •mklu máli í sálfræðilegar útlistanir á því, hvers vegna Poe minntist á persónu að nafni Reynolds, ökömmu áður en hann gaf upp öndina. Það verður á hinn bóginn deginum ljósara, þegar athugaðar eru allar þær

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.