Félagsbréf - 01.09.1964, Side 10

Félagsbréf - 01.09.1964, Side 10
ÓLAFUR JÓNSSON Eftir listaþing 1. Dómar. í vor, í þann mund sem Hslahátíðin stóð, voru nokkrar höggmyndir reistar á almannafæri í Reykjavík, þar á með- al Útilegumatíurinn eftir Einar Jóns- son sem stendur við Hringbraut, ná- lægt gamla kirkjugarðinum. Dagblað í Reykjavík fagnaði listaverkinu: Með uppsetningu utlagans hefur nú rætzt draumur mikils fjölda fólks, sem hefur mjög dáðst að og elskað þetta verk vegna fegurðar þess, skáldskapar og djúpstæðu symbolikkar. Það er viðeigandi að myndinni liefur verið komið fyrir við kirkjugarðsvegginn, því að flestir hafa skilið hana svo, að hún eigi að tákna hinn harðgerða, bitra útilegumann, sem læðist að næturlagi fullur ótta með lík hinnar fíngerðu konu sinnar sem ekki hefur þolað harðneskju öræfanna og leiðin liggur að kirkjugarðinum, þar ætlar hann að reyna að koma henni í vígða mold. Á arminum íber hann barn sitt sem heldur um háls honum, umkomulaust en er samt eina íramtíðarvonin. Við hlið hans fer hinn tryggi rakki og túlkar mgð sérstaklega sterkum hætti hræðslu hinna ofsóttu. En bak við myndina finnur áhorfandinn miklu sterkari, víðtækari og dýpri tákn. Þetta er ekki að- eins mynd af útilegumanninum, heldur af íslenzku þjóðinni, sem lengi varð að læðast að næturlagi full af ótta og grafa sín dýr- ustu verðmæti i jörð. I þessari frásögn má greina niilli að minnsta kosti fernskonar staðhæf- inga sem eru býsna ólíkar sín í milli § FÉLAGSBRÉF þó svo þær eigi allar að lieita ,,um‘‘ mynd Einars Jónssonar. Hér er (1) reynt að skýra myndina sjálfa með því að rekja söguna sem hún eigi að segja: útilegumaður hefur misst kor.u sína og reynir nú að fá henni leg 1 kirkjugarði. Þótt hér sé fjallað um höggmynd er formeiginda verksins ekki getið nema óbeinlínis og raunar mjög yfirborðslega, aðeins til að auð- kenna söguhetjurnar, en ekki leitað þar fyllri skýringar þeirra eða verks- ins í heild: útilegumaðurinn er „harð- gerður“, konan „fíngerð“, rakkinn „túlkar hræðslu hinna ofsóttu“. Síðan er (2) lagt út af sögunni sem myndin segi: útilegumaðurinn sé táknmynd is' lenzku þjóðarinnar og þrenginga hetin- ar á fyrri tíð. Þessi tvíþætta efnislýs' ing verksins virðist röksemd fyrir þeii'rl staðhæfingu (3) að staðarval myndai- innar hafi lánazt vel og (4) skýnng þeirrar aðdáunar og ástar sem almenn- ingur hafi á myndinni. Því er síðat bætt við frásögn blaðsins að það lial* lengi verið „ósk og krafa íslenzku þjóðarinnar að þessu verki yrði sý',(l ur liinn mesti sómi“.* Þessi skoðunarháttur er áreiðanlega * Vtsir, 10. júni 1964.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.