Félagsbréf - 01.09.1964, Síða 12

Félagsbréf - 01.09.1964, Síða 12
iþað verður ekki einangrað frá verkinu sjálfu, heimi verksins. Listaverk er ekki satt eða ósatt: það er. Við erum að sönnu frjáls að því hversu við not- um okkur listaverk; við kunnum að hafa rétt til að það segi okkur eitthvað um heiminn sem við byggjum; en við höfum engan rétt til að það skeri úr því hvemig við eigum að lifa lífinu. Við erum frjáls að reyna að skilja og meta „staðhæfingu“ listaverks; en við erum skuldbundin að meta hana sam- kvæmt eigin forsendum verksins ein- um saman; og halda ályktunum okk- ar af verkinu aðgreindu frá því sjálfu. Jóhannes Kjarval er, kannski, sí og æ að segja okkur frá íslandi, íslenzkri náttúru, mannlífi, örlögum; en „ls- land“ -hans er nýtt land, hvergi til annars staðar en í myndum hans. Hin sagnþungu málverk Gunnlaugs Schevings frá sjó og úr sveit (svo sem stóru myndirnar á myndlistarsýning- unni á listahátíð, Haustkvöld og Vor- nótt) kunna að vera freistandi að leggja út af þeim; en hvar sleppir eiginlegu inntaki myndanna og taka okkar eigin bollaleggingar við? Sú fullyrðing að Útilegumaður Einars Jónssonar, til dæmis, sé „mynd af ís- lenzku þjóðinni“ vísar annars vegar til einhvers tiltekins söguskilnings, sem að sínu leyti kynni að vera verðugt umræðuefni, hins vegar til skilgrein- ingnr á verkinu sjálfu, útlistunar og mats á formeigindum þess. Og milli þessara tveggja staðhæfinga, um ís- lenzku þjóðina og um þessa tilteknu höggmynd, lilýtur að vera einhvers konar röksamhand sem leiði líkur að fullyrðingunni. En breytti það gildi myndarinnar hætishót þótt söguskiln- ingur þessi reyndist alrangur, eða rök- leiðslan ógild? 3. Myndir. Frásagnargildið kann að hafa ráðið svo eða svo miklu um þær undirtektir og viðurkenningu sem verk frumherj- anna í íslenzkri myndlist hlaut þegar í öndverðu. Það er oft sagt, og með ýmsum tilbrigðum, að þessir listamenn, Kjarval, Jón Stefánsson, Ásgrímur, opni augu áhorfenda sinna fyrir ís- lenzkri náttúru og landslagi, kenm þeim að nema landið nýrri sjón og skilningi. En er þessi reynsla af verk- um þeirra, ef hún verður þá sönnuð, til marks um listgildi þeirra; og get' ur hún orðið til stuðnings einhverri ákveðinni kröfugerð til myndlistar? Þvílíkur skilningur sýnist vaka undir niðri hugmyndum um natúralíska myndgerð, raunsæja, jákvæða, upp' byggilega, og öllum kenningum um svokallaðan sósíalrealisma í bókmennt- um og listum. Samt er það líklegt3 að list þessara manna, eins og aðra myndlist, hljótum við að reyna að meta að einhverjum öðrum hætti og án þess að láta sögulega stöðu þeirr3 rugla mat okkar á verkum þeirra, þótt hún megi vel verða til skýringar á þróunarferli listamannanna. Myndlist er ekkert nýmæli á ís' landi lengur. Og það hæfði allvel að 8 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.