Félagsbréf - 01.09.1964, Page 33

Félagsbréf - 01.09.1964, Page 33
hann hefði sagt það hefði kólnað í veðri. Hjarta hr. Schaeffer barðist ótt; hann mælti ekki orð af vörum. „Enginn hér nær Tico á hlaupum. Hann hleypur hraðast.“ „Byssukúlur þjóta hraðar,“ sagði hr. Schaeffer vesældarlega. „Ég er of gamall,“ bætti hann við, og er honum varð hugsað til aldurs síns setti að honum ógleði. Tico Eeo heyrði það ekki: „Og svo veröldin. Veröldin, el mundo, vinur nunn.“ Hann stóð upp, hvumpinn eins °g ungur foli; allt virtist færast hon- um nær — tunglið og ákallandi uglu- vælið. Hann andaði títt og andardrátt- urinn leið sem reykjarhnoða upp í l°ftið. „Ættum við að fara til Madrid? Éannski kennir einhver mér nautaat. Heldurðu það ekki, herra minn?“ Hr. Schaeffer heyrði það ekki held- Ur- „Ég er of gamall,“ sagði hann. "Ég er hundgamall.“ Næstu vikurnar lét Tico Feo hann ekki í friði: veröldin, el mundo, vinur Uunn; og hann fór helzt í felur. Hann lokaðj sig inni á náðhúsinu og hélt um höfuð sér. Engu að síður varð hann °ður og uppnæmur, kvaldist af til- hugsuninni. Hvernig færi ef flóttinn Segnum skóginn til sjávar tækist? Og hann sá sjálfan sig um borð í skipi, hann sem aldrei hafði sjó litið og alla ævi dvalizt kyrr upp í landi. Um pessar mundir dó einn fanganna, og mátti heyra í garðinum hamar- shigin frá líkkistusmíðinni. Við hvern nagla sem þumlungaðist í viðinn hugsaði hr. Schaeffer: „Þessi er handa mér. Hún er mín“. Sjálfur hafði Tico Feo aldrei verið í eins góðu skapi; hann sprangaði um eins og spænskur dansari og gerði að gamni sínu við alla. 1 svefnskálanum eftir kvöldmat smullu fingur hans á gítarstrengjunum líkt og knallhvellir. Hann kenndi mönnunum að hrópa ólé og sumir hentu lnifunum hátt í loft upp. Þegar vegavinnunni var lokið, voru hr. Schaeffer og Tico Feo fluttir inn í skógana. Á Valenzmessu snæddu þeir hádegismatinn undir grenitré. Hr. Schaeffer hafði pantað nokkrar appel- sínur og hann flysjaði þær hægt svo börkurinn hringaðist upp; hann gaf rifin vini sínum, sem var hrevkinn af því hve langt hann gat spýtt kjörn- unum: rúm tíu fet. Þetta var á köldum fögrum degi, sólargeislar flögruðu allt í kring líkt og fiðrildi, og hr. Schaeffer sem undi sér við skógarverkin fylltist angur- værri gleði. Svo sagði Tico Feo: „Þessi þarna, hann hittir ekki belju þótt hann haldi í halann á henni.“ Hann átti við Armstrong, kjálkabreið- an mann sem sat með byssuna skorð- aða milli hnjánna. Hann var yngstur varðanna og nýr þar í búðunum. „Ég veit ekki,“ sagði hr. Schaeffer. Hann horfði fast á Armstrong og tók eftir því að eins og margt feitlagið og letilegt fólk, var nýi vörðurinn óvenju lipur í hreyfingum. „Hann gæti gabbað þig-“ FÉLAGSBRÉF 29

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.