Félagsbréf - 01.09.1964, Blaðsíða 40

Félagsbréf - 01.09.1964, Blaðsíða 40
ávallt fylgt slíkri töflu, enda er talið öruggt að hann hafi alls ekki gert sér neina vísindalega grein fyrir 'þessum hlutum. Tafla þessi er stærðfræðileg líkindatafla. Áðurnefndar rannsóknir leiddu í ljós að líkurnar fyrir því, að ákveðinn hljómur kæmi næst á eftir ákveðnum hljóm, voru svo sterkar að hægt var að gera umrædda töflu, og þau fyrirbrigði sem ekki koma heim við töfluna, verða að skoðast sem und- antekningar. Skemmtilegast er, að und- antekningar þessar hafa einnig sína líkindatöfiu. Ýmsar leiðir hafa verið reyndar til að uppgötva hvers vegna þetta hefur þróazt á þennan hátt, en árangurslaust að ég bezt veit. Fyrir nokkrum árum, vestan hafs, lagði ég fram hljóðfræð'ilega skýringu (acousti- cal explanation) á þessu fyrirbrigði, og mun ég halda mér við hana í bili, því enginn kunnugur málunum hefur ennþá viljað fullyrða að ekki sé mögu- leiki á að ég hafi rétt fyrir mér. Hljómauðgi Bachs var mikil og ólíkt meiri en næstu tónskálda á eftir og liggja til 'þess ýmsar aldar- farslegar ástæður og breyttur hugsana- gangur tónskáldanna eins og berlega kemur í ljós við samanburð á klassíska tímabilinu og Barok. Það er ekki fyrr en á rómantíska tímabilinu, að vart verður við hægfara en stöðuga framþróun í notkun hljóma, og kemui brátt að því að ekki er lengur hægt að mynda neitt „normal“ kerfi. Dúi og moll kerfið svokallaða fer nú að þenjast út fyrir tilstilli breyttra hljóma 36 FÉLAGSBRÉF og mikillar notkunar á krómatík, og er það orðin hefð, að segja að Tristan forleikurinn eftir Richard Wagnei (1814—-’83) marki tímamót í þessum efnum. Það er nokkuð til í því og víst er að á seinni hluta aldarinnar fara menn alvarlega að leita að leið- um út úr þessum ógöngum. Gamla dúr-moll kerfið, sem á sínum tíma hafði verið undirstaða formsköpunar var greinilega að missa gildi sitt. Nú er ráðlegt að stikla á þeim tón- skáldum sem aðhylltust wagnerismann og þá eiga aldamörkin ekki að vera langt undan. Neo-rómantík er orðið sem notað er yfir tímabil endalokanna á hinni háttstemmdu, útblásnu þýzku rómantík, sem bauð upp á löng sin- fónisk verk, tröllauknar 'hljómsveitir, háþróaða hljómnotkun og mikilfenglega notkun á hljómsveitinni. Höfuðtónskáld- in voru Maliler, Bruckner og Richaríl Strauss, og að vissu leyti á Sibelius einnig heima í þessum hóp. Það var varla við öðru að búast, en að einhverj- um liði ónotalega út af þessum bægslagangi, og fram kom áhrifa- mikil mótspyrnuhreyfing. — Hvaða nafn skyldu fræðimenn nú hafa gefið þessari nýju hreyfingu? Fyrir 600 ar- um kynntumst við Nýrri List, og 300 árum síðar verðum við vör við Nýja Tónlist, og stefna eða stefnur þær sem spruttu upp úr síðrómantíkinni ganga undir nafninu nútímatónlist. And' spyrnuhreyfingin í tónlistinni átti hlið' stæður í öðrum listum og var nafnið á henni tekið að láni frá málaralist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.