Félagsbréf - 01.09.1964, Blaðsíða 42

Félagsbréf - 01.09.1964, Blaðsíða 42
í tónsmíðinni í nákvæmlega þeirri röð, og ekki má nota neinn tón aftur fyrr en röðin kemur að honum. Til að glöggva sig betur á þessu getur les- andinn tekið 12 eldspýtur og raðað iþeim í röð frá vinstri til hægri, síðan tekur hann þá eldspýtu sem er lengst til vinstri og flytur hana til hægri yfir hinar 11, þetta má svo endurtaka að vild. Þetta læt ég nægja hér um kerfi þetta að sinni, en rétt er að geta þess, að skýringar mínar á kerfinu, eru fjarri því að vera tæmandi. 12 tóna kerfið getur verið afar flókið og gefur mikla möguleika í sambandi við tónsköpun, en við skulum hafa það í huga að hvaða kerfi sem í hlut á er ekki hótinu betra eða verra en sá sem meðhöndlar það. Það er engum blöðum um það að fletta, að hugmyndir og tónsmíðar Schönbergs og helzta lærisveins hans, Antons Webern, hafa haft geysileg á- hrif á tónsmíði seinustu 50 árin. En hins er þó rétt að minnast, að ýmsir samtíðarmenn þeirra hafa án þess að snúa algjörlega baki við fortíðinni, skapað stórkostlega og merkilega tón- list, sem haft hefur djúptæk áhrif á tónsköpun 20. aldarinnar, og má þar nefna Bartok, Hindemith og Stravinsky. Rétt er einnig að geta þess til sönnun- ar því hve sterk áhrif 12 lóna mann- anna eru og þeirrar stefnu sem þróun hugmynda þeirra hefur tekið, að jafn- vel Stravinsky, sem alla tíð hefur verið sjálfstæður frumherji í eðli sínu, hefur nú loksins beygt höfuð sitt og er kominn í hóp þeirra sem lagthafa hvað drýgstan 38 FÉLAGSBRÉF skerf að þróun kerfisins. Það má geta þess hér til fróðleiks, að um árabil voru 'þeir Stravinsky og Schönberg nábúar í Kaliforníu, en á þeim árum og lík- lega frá öndverðu, voru þeir svarnir andstæðingar, og ekki er vitað til þess að þeir ættu nokkurn tíma á þessum árum orðaskipti um hugðarefni sitt, tónlistina. Þar sem markmið þessarar ritsmíð- ar er að reyna að skýra eðli og eigin- leika ákveðinnar tónsmíðastefnu á vor- um tímum, stefnu sem á rætur sínar að rekja til 12 tóna kerfisins, þá mun ég viljandi skilja útundan aðrar 20. aldar stefnur, nema að því leyt) sem þær koma máli þessu beinlínis við. Á seinustu áratugum hefur 12 tóna kerfið, í höndum nokkurra evrópskra íónskálda, þróazt upp í tónsmíðaaðferð sem fengið hefur nafnið serielismi Nafn þetta vil ég útleggja raðtækni- Hér erum við komin að kjarna efnisins, og mun ég nú leitast við að útskýra þetta nýjasta tónsmíðakerfi. Frumefni þau sem tónskáldin hafa til að vinna úr, eru tónn, tónstyrkur og tónlengd. Við höfum kynnzt því lit" illega hvernig tónum er raðað niður samkvæmt 12 tóna tækninni. ðnisir ágætismenn 'hafa á seinustu áratugunn reynt að finna leiðir til að meðhöndla hin frumefnin á nákvæmlega sama hatt. Þetta er mögulegt á pappírnum, en það eitt er ekki nóg eins og ég mun reyna að sýna fram á. Tónar eru það eina af frumefnunum sem er og hefur verið í föstum skorðum til þessa, tólf tonar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.