Félagsbréf - 01.10.1964, Side 8

Félagsbréf - 01.10.1964, Side 8
Svartárdalssólin eftir Guðmund Frímann Guðmundur Frímann er löngu landskunnur fyrir ljóðagerð sína, en hann hefur gefið út fimm ljóðabækur frumortar, síðast Söngva frá sumarengjum, 1957. Einnig hafa komið út Ijóðaþýðingar eftir Guðmund. Á seinni árum hefur Guðmundur fengizt við skáldskap í lausu máli og birtist afrakstur 'þess í Svartárdalssólinni. Tíu smásögur eru í bókinni og fjalla allar um ástina í einni eða annarri mynd og gerast, að líkindum, í átthögum höfundar norðanlands. Cuðmundur Frímann er fæddur 1903. Fyrstu ljóð hans, Náttsólir, komu út 1922, en af síðari ljóðum hans má nefna Svört verða sólskin frá 1951. Hann er búsettur á Akureyri. Bókin er prentuð og bundin í Prentsmiðju Hafnarfjarðar, 174 bls. að stærð. Torfi Jónsson gerði kápu og titilsíðu. Mannþing eftir lndriða G. Þorsteinsson Mann'þing er þriðja smásagnasafn Indriða G. Þorsteinssonar, og eru í bók- inni 12 sögur, nýlegar af nálinni. Mun ekki ofmælt að nokkrar beztu sögur Indriða séu í þessari bók; en hann er í flokki beztu smásagnahöfunda okkar um þessar mundir, og einn þeirra höfunda sem mesta athygli 'hafa vakið á undanförnum árum og mestar vonir eru við bundnar. Jndriði G. Þorsteinsson er fæddur 1926. Fyrstu verk hans á prenti voru smásögur, en liann hefur einnig gefið út skáldsögurnar 79 af stöðinni og Land og synir. Síðastnefnda sagan sem út kom í fyrra var þá almennt talin athygliS" verðasta skáldsaga ársins. Má því vænta að hinar nýju sögur hans þyki tíðind- um sæta. Mannþing er ])rentað í Víkingsprenti og bundið í Bókfelli. Bókin er um 150 bls. að stærð. Nótt í Lissabon eftir Erich Maria Remarque Erich Maria Remarque varð víðkunnur höfundur í einni svipan þegar skáld- saga hans Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum kom út árið 1928. Þar var lýst lífinu í skotgröfunum í fyrri heimstyrjöldinni; sagan varð, ásamt Vopnin 4 félagsbréf

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.