Félagsbréf - 01.10.1964, Page 11

Félagsbréf - 01.10.1964, Page 11
notaö þær að oðru leyti. Tökum enn fremur „The Raven“ eftir Edgar Allan Poe (1809—1849): Once upon a midnight dreary, while I pondered, weak and weary, over many a quaint and curious volume of forgotten lore, while I nodded, nearly napping, suddenly there came a tapping, as of some one gently rapping, rapping at my chamber door, „Tis some visitor", I muttered, tapping at my chamber door — only this, and nothing more. 1 kvæðinu „Helge“ eftir danska skáldið Öhlenschlœger (1779—1850) stendur m.a. þessi vísa: Nu er jqg Drot i Danmarks Land og den som snart mig bringe kan de unge Brodersönner, med Ringen af hin röden Guld. den Kæmpe jeg ibelönner. Hljóðfallið minnir á hjartslátt mann- legs líkama eða hermenn á göngu, og endarím er notað í öllum germönskum málum, eins og í íslenzku og liefir þægileg áhrif. Ljóðlínurnar sjálfar eru ýmist tvíliða eða þríliða og eru því mjúkliða eða harðliða, en áherzluat- kvæðin geta verið 2, 3, 4, 5, 6 eða 7, og er þetta svo í öllum germönskum málum og einnig í íslenzku, en til- raunir síðustu skálda, sumra þeirra, eru l>ví niðurbrot á aldagömlum venj- um og eru þá í ósamræmi við venjur tungunnar. Einar Benediktsson fylgir uuðvitað, eins og önnur góðskáld, viðurkenndum bragreglum, en innan þeirra marka eða umgerðar snýst all- Einar Benediktsson fimmtugjnr. ur skáldskapur germanskra þjóða og lýsir skáldskapurinn geðbrigðum eða hugarórum, hrifning og ást á því, er skáldin yrkja um, en stundum einnig hatri, leiðindum eða þrá eftir friði og gæfu. Einar Benediktsson bar í brjósti sínu ákveðinn metnað fyrir land sitt og þjóð. Hann þekkti öll hin illu örlög, er yfir þjóðina hafa gengið, vígaferli „vofur hungurs, báls og eims“, og setti fram þá ósk, að íslendingar gerðu kröfu til Grænlands, einnig orti hann um víkinga fyrir Vínlandi mikla og kváð, að vér ættum að teyga af ódáins- lindum tungu vorrar og bókmennta með því að taka víðsýni, hátign og feg- FÉI.AGS3RÉF 7

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.