Félagsbréf - 01.10.1964, Page 14
ari og dreymdi stóra drauma um fram-
tíð og hlutverk íslenzku þjóðarinnar.
Hann lifði sjálfur á tímum fátæktar
og umkomuleysis íslendinga. En þrátt
fyrir það sá hann fyrir, að íslending-
ar myndu læra að hagnýta sér öll auð-
æfi lands og sjávar. í AldamótaljóSum
kemst hann svo að orði:
Of lengi í örbirgð stóð,
einangruð, stjórnlaus þjóð,
kúguð og köld.
Einokun opni hramm,
iðnaður, verzlun, fram!
Fram! Temdu fossins gamm,
framfara öld!
Hann íesti kaup á Þjórsárfossum og
stofnaði Titanfélagið í Noregi og lét
norska verkfræðinga reikna út vatns-
magn fossanna og hagnýtingu þeirra
til rafmagns. Hann sá í anda iðnað
rísa og var vel á veg kominn að hrinda
þessu í framkvæmd. Titanfélagið var
stofnað 1914 og var hlutafé margar
milljónir króna. Árið 1951 keypti ís-
lenzka ríkisstjórnin íslenzku hlutabréf-
in fyrir vægt verð og var þessi ráð-
stöfun ágæt, því að nú er hægt að
beizla Þjórsárfossa og mun þess ekki
verða langt að bíða, unz vatnsafl
þeirra verður hagnýtt.
Einari var mjög annt um íslenzka
tungu. Hann segir í IslandsljóSum:
Ég ann þínum mætti í orði ]>ungu,
ég ann þínum leik i liálfum svörum,
grætandi mal á grátins tungu,
gleðimál í Ijúfum kjörum.
Ég elska þig, málið undurfríða,
og undrtyndi krýp að lindum þínum.
Ég hlýði á óminn bitra, ldíða,
brimhljóð af sálaröldum mínum.
Mig dreymdi eitt sinn í dagsins blíðu,
þú drottning allra heimsins tungna,
ég heyrði þig af fólki fríðu,
frjálsu og upplitsdjörfu sungna.
Hann kemst svo að orði í Snorraminni:
— Ódýr strengur aldrei sleginn,
úð ei blandin lágrii kennd,
málsins glóð í minni (brennd,
máttur orðs og hugar veginn.
Þetta gæti eins vel átt við hann sjálfan,
því að í skáldskap hans er ekki ein
lína, þar sem tilfinningin er blandin
lágri kennd.
í kvæðinu um Egil Skallagrímsson
kemst Einar svo að orði um uppruna
íslenzkrar tungu:
— Og málið var byggt í brimslegnum
grjótum,
við ldáhimins dýrð, undir málmfellsins rótum.
Þess orð féllu ýmist sem hamarshögg
eða hvinu sem eggjar, bitur og snögg, —
eða þau liðu se.m lagar vogar,
lyftust til himins með dragandi ómi,
eða hrundu svo tær eins og drjúpandi döggi
en dýr eins og gullsins logar.
I Stefjahreimi segir hann um hljóm-
tak tungunnar:
— ég lifi í því minn ævidag
og dey við auðs þess djúpu brunna.
Einar unni hinni fornu braglist ls-
lendinga og kunni alla bragarhætti,
enda orti hann Ólafsrímu Grœnlendings
10 FÉLAGSBRÉF