Félagsbréf - 01.10.1964, Qupperneq 19

Félagsbréf - 01.10.1964, Qupperneq 19
Fremur mætti færa til upphaf gaman- kvæðis sem til er í 18. aldar liandriti: Mér er fyrir ()að kjörið kalls, þó kvísli eg vírs í strengjum, betur lætur harpan Halls, hann þegar skemmtir drengjum. Hallur slær, en Þórunn þá þylur dansinn keika, Vigga stígur mest sem má. Magnús fer að leika. Dvergmáls hljóðin draga seim, þá dansinn slær hann Hallur, veltist skip á skutlum tveim, skelfur sjórinn allur. Hér er hörpusláttur og dansinn þulinn, stigið og leikið, og kvæðið gæti þá hvort heldur sem er verið vísbending um erlend dansáhrif á þeim tímum, þegar það er ort, eða aðeitts undan- tekning frá því sem virðist meginregla að í dansinum íslenzka er kveðskapur, en ekki hljóðfæraleikur. I gleðileikjun- utn hefur verið kveðskapur og hreyfing, en þar gefst gleðifólkinu einnig kostur á að horfa á leik og að taka þátt í leik. Karlmenn taka á sig gervi, ákveðin atriði eru sýnd, og fólkið leikur. Trú- lega hefur gleðistofan verið alþýðu nianna ltið eina leikhús og leiksvið sem völ var á. Fátt er vitað um viðhorf manna til dansleikja á fyrri tímum, en þó virðist bregða fyrir nokkurri andstöðu kirkju- manna. í Jóns sögu helga er biskupi talið þag til gildis, að hann hafi bar- lzt gegn ákveðnum leik eða dansi, og Heinrekur biskup hrakti Hámund prest, þegar hann hafði verið í dansi í Við- vík, en raunar er óvíst, hvort orsök þess er andúð á dansi eða fjandskapur biskups við Þorgils skarða. Höfundur Árna biskups sögu kemur því að í sögunni, að biskup hafi aldrei verið að dansi, og Laurentius biskup fyrir- bauð dansleik á Hólastað. Engar heimildir eru til um viðhorf manna á síðustu öldum katólsks siðar, en á síð- ari hluta 16. aldar og á 17. öld verður vart andstöðu kirkjulegra og verald- legra yfirvalda. Höfundur QDI getur þess, að kirkjuyfirvöld hafi snúizt gegn vökunóttum, og árið 1592 lætur Odd- ur biskup Einarsson samþykkja, að prestar skuli fyrirbjóða m.a. vökunæt- ur á helgum dögum; sá sem fer á þvílíkar samkomur og hefur ekki heyrt áður guðs orð á þeim degi skal klagast fyrir sýslumanninum. Og hreppstjórum virðist ætlað að aðstoða presta. Þetta bann tekur aðeins til helgidaga. Andúð á dansi og leikjum kemur fram í upphafi ádeilukvæðis sem til er í handritum frá 17. öld. Upphafserindi kvæðisins eru ort af einhverjum séra Fúsa, og mönnum hefur komið til hugar, að höfundur þeirra sé séra Sigfús Guðmundsson. Texti kvæðisins er nokkuð mismunandi í handritum og hefur aldrei verið kann- aður, en í Lbs. 956 8vo hefst kvæðið á þessa leið: Satt er það eg seggjum tel sem mig dansa biðja, ekki stunda ýtar vel annað boð og hið þriðja, það berlega brjóta nú. FÉLAGSBRÉF 15

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.