Félagsbréf - 01.10.1964, Qupperneq 22
skemmtanir mikinn part aflagðar, sök-
um þess að oft hafa yfirboðnir af
ótímabærri vandlætingu þær með öllu
bannað og aftekið vegna einhvörrar
misjafnra manna vanbrúkunar og gár-
ungaskaps sem hneyksli og annan
vondan vana hefði kunnað orsaka. En
ekki vitum vér þess getið, að fyrir-
menn hafi tekið sér fyrir hendur að
lagfæra soddan leiki, hverjir þó senni-
lega hafa við sig hundna sína nytsemi
miklu stærri en menn almennilega
ætla.... En að eg komi til vor ís-
lendinga þá eru bæði hringbrot og
glímur, fallega niðurskipaðar, ágætir
leikir til að æfa mjúkleik og hreysti
líkamans. í þeim gleðum er nú hrúk-
ast á landi voru er lítil skynsemi og
enn minni nytsemi til nokkurs lærdóms.
Því væri miklu betra þær að bæta og
taka sér fyrir ýms tilfelli úr sögum
vorum, hvar af gott má nemast, illt
forðast og sinnið til manndóms upp-
hvetjast.“
Ummæli manna síðar á öldinni og á
öndverðri 19. öld benda til þess, að
mjög hafi verið lítið um gleðisamkom-
ur á síðari helming 18. aldar.
Það má hafa í huga, að leiklýsingar
ganga ekki í munnmælum. Gamalt fólk
man leiki frá æskuárum, og fyrir get-
ur komið, að það tali um þá; hugsan-
legt er, að einhver hlusti eftir, muni
brot af því sem sagt var og geti rifjað
eitthvað upp, ef innt er eftir; en ekki
(þarf að búast við, að slíkur fróðleikur
komist í þriðja lið sem sögn. Sögur
um tilvist gleðistaða og afnám eru
sagðar, en lýsing leikjanna er ekki
þess kyns efni, að það sé sagt mann
fram af manni. Þrátt fyrir þetta virð-
ist afrakstur þeirrar söfnunar sem fram
fór um miðbik 19. aldar og eftir miðja
öld benda lil þess að gleðin hafi ekki
verið almenn á síðari hluta 18. aldar
og að hún sé horfin með öllu fyrir
aldamót eða á síðustu áralugum 18.
aldar. Séra Árni í Görðum minntist
einhvers konar jólagleði frá níunda tug
18. aldar, en heldur er það allt óljóst,
og óvíst er það sem haft er eftir
Eyjólfi Einarssyni í Svefneyjum, af
því að ekki er kunn frásögn Eyjólfs
sjálfs. I Flóanum eru vökunætur árið
1733, og Marín er ung stúlka á fyrri
hluta 18. aldar og í gleði í Hruna-
mannahreppi, en Gunnhildur Jóns-
dóttir heimildarkona Brynjólfs frá
Minna-Núpi fædd árið 1787 er einnig
í Árnessýslu, og hún þekkir ekki til
gleðinnar af eigin raun og veit heldur
lítið um hana. Dýrfirzka konan sem
heyrði móður sína segja frá gleði a
Sæbóli er uppi á síðari helming 18.
aldar, og hún man ekki gleðina sjálf-
Og Guðhrandur Vigfússon vitnar til
einhverra sem fæddir voru 1762 og
1775 á vesturhluta landsins og þekktu
ekkert til þessara leikja.
Á síðari hluta 18. aldar stóð Bjarni
sýslumaður Halldórsson fyrir jólagleði,
á Þingeyrum. Ekki er vitað, hvað olli
því, að Bjarni tók upp jólagleði, en
um þessar mundir verður vart nokkurs
18 FÉLAGSBRÉF