Félagsbréf - 01.10.1964, Page 23
áhuga a viðhaldi gleðinnar eða auk-
inni skemmtun landsmanna. I ÍGSÞV*
III 51 er prentuð eftirfarandi grein
sem gæti verið einhvers konar sam-
Iþykkt eða álitsgerð, en ekki hefur
ennþá hafzt upp á, hvaðan hún er
tekin: „1748. 12. júlí: Að bændafólki
skuli leyft að halda sína gleðileiki á
vorum á virkum dögum, sér til hress-
ingar, á þeim tímum sem þeir missa
mega frá sínu þunga landyrkjuerfiði,
eins og vani hefir til verið, þó fyrir
utan ofdrykkju og óstjóm alla.“
Þess má minnast, hvort sem samband
er á milli eða ekki, að í Fororðningu
um húsvitjanir á íslandi frá 27. maí
1746 er eftirfarandi eitt af því sem
prestinum er falið: „So og skal hann
tilhalda fólkinu, að 'þeir so vel sjálfir,
sem og líka þeirra undirhafandi, haldi
sig frá öllum skaðlegum spilum og
leikum, hvaða nafni sem heita kunni.
eftir því að þar af fæðist einasta
þráttan, ósamlyndi, áflog og annað
vont, sem einum kristnum er ósæmi-
legt; þar hjá reitist þar með guð til
reiði, og sá dýrmæti tími, sem til guð-
rækilegrar yfirvegunar og nytsamlegs
erfiðis á að brúkast, eyðist.“
Viðhorf almennings og fastheldni á
gleðina virðist koma fram í mur/nmæl-
um á 19. öld. Séra Árni Hallvarðsson
drukknar, og það er kennt afskiptum
Jön Árnason og Ólafur Davíðsson: Is-
lenzkar gátur, skemmtanir, vikivakar og
bulur.
hans af gleðinni á Flankastöðum. Jón
Magnússon dæmir af Jörfagleði og
missir á hverjum vetri vænstu kúna
sína eða reiðhestinn. í Dalasýslu fara
sögur af húsfreyjunni á Jörfa sem
þótti svo fyrir, þegar gleðin hætti, að
hún flutti sig burt. Athyglisverðar
eru sagnir um óhöpp og náttúruundur
við afnám gleðinnar á Jörfa. Þegar í
Grímsstaðaannál er sagt frá því, að
flest allt lambfé á Jörfa fæddi skrímsl
og örkumluð lömb vorið eftir; og á
19. öld kunna Dalamenn skil á því,
að snjóflóð hafi í fyrsta sinni hlaupið
fram úr Jörfahnúks gili veturinn eftir
að gleðin var afskipuð, en oft síðan.
Óhöpp Jóns Magnússonar eru gjöld fyr-
ir afskipun gleðinnar, snjóflóðið reiði-
teikn eða óblessunar þar gleðin er af-
tekin, og þessu valda álfar sem þátt
tóku í gleði; þar voru ekki færri sem
ekki sáust en hinir sem sáust. Hús-
freyjunni sem flytur sig burtu er naum-
ast dulið, að úr þessu getur brugðið
til beggja vona með búsældina á Jörfa.
Andstaða kirkjulegra og veraldlegra
yfinralda hefur gert sitt til, að gleðinni
hnignaði og hún féll að lokum alveg
niður. Það var skoðun manna á síðari
hluta 18. aldar og á 19. öld, og ekki
ástæða til að rengja hana. En hugsan-
lega hefur fleira komið til. Harðindi,
stórabóla á fyrsta áratug 18. aldar og
örbirgð landsmanna og deyfð á 18.
öld hefur orðið gleðinni háskalegt og
dregið úr viðnámsþrótti fólks og fram-
kvæmd, þótt gleðiþörfin væri nægi-
lega brýn. Þá má hafa í huga, að á