Félagsbréf - 01.10.1964, Síða 24

Félagsbréf - 01.10.1964, Síða 24
18. öld og raunar miklu fyrr er gleðin íslenzka orðin forneskjuleg og ein- angruð menningarleif sem engan stuðn- ing fær erlendis frá. I Danmörku þar sem íslendingar þekktu helzt til tíðk- ast gjörólíkir dansleikir og hafa gert lengi. Spéhræðsla leynir sér ekki og óttinn við gaspur útlendinga, þegar Eggert Ólafsson segir um vikivakann, að hann falli síður en ekki þessarar aldar grannsæi, sízt útlendra manna, Iþótt íslenzkir megi vel brúka hann, helzt í sinn hóp. Áhrif Ludvigs Har- boes á íslandi og heittrúarstefna 18. aldar hefur ýtt undir endanlegt afnám gleðinnar, en ekki verður það ráðið af þeim tilskipunum sem spruttu af dvöl Harboes, að lionum hafi þótt ástæða til að veitast sérlega að gleðinni. Það má hugsa sér þá skýringu, að á fimmta tug aldarinnar sé gleðin orðin sjald- gæf og aðeins höfð í fáum stöðum í landinu. Það hlýtur að vekja undrun, að gleð- inni hnignar á íslandi og hún hverfur að lokum án þess íslendingar taki jafnframt upp aðra dansleiki. Eðli- legt hefði verið, að dansar sem tíðk- uðust erlendis hefðu smám saman unn- ið á og rutt gleðinni og dansleikjun- um gömlu burt. En endalok gleðinnar verða ekki skýrð með því. Það má til að mynda ráða af ummælum Ólafs Olaviusar, Hannesar Finnssonar og Magnúsar Stephensens, að enginn dans er á íslandi, og í Brúðkaupssiðabókinni segir Eggert Ólafsson: „Dansar margir er brúkast í út- löndum eru og fallegir samt gagnlegir fyrir hæversklega hræring og æfing líkamans, ef nokkrir eru sem þá kunnu. En ei skulu menn fara með það þeir ekki kunna, so ei verði úr hlátur eða gárungaskapur í stað góðrar skemmt- anar, allra helzt nær útlendir menn eru nærri, því þeir eru grandsærri en sjálfir vér í slíkum efnum og bera út af landinu til óhróðurs jafnvel það er í sjálfu sér eigi er lastsamlegt, nær það ekki er eftir þeirra höfði. Nú skyldu því jafnan nokkrir þeir við vera er utanlands hafa gefið auga og eftir tekið gleðum eður dönsum svo vel, að þeir viti góða forsögn þar á.“ Það er sjálfsagt, að íslenzkir stúdent- ar sem voru við nám í Kaupmanna- höfn hafa haft einhverja hugmynd um þá dansa sem þar voru iðkaðir, og a.m.k. í Reykjavík hafa einhverjir dans- ar verið hafðir um hönd á fyrri hluta 19. aldar. Þetta þarfnast sérstakrar rannsóknar, en svo mikið virðist ljóst, að endalok gleðinnar verða ekki skýrð með tilkomu erlendra dansa. Ummæli Jónasar frá Hrafnagili eru sennilega ekki fjarri lagi: „Otlendir dansar fóru ekki að breiðast út um sveitir hér á landi fyrr en um og eftir 1880.“ Það hefur komið fyrir fræðimenn að gefa sér það sem staðreynd, að dansalaust samfélag manna sé óhugsandi, en þetta virðist þó hafa gerzt á íslandi. Hér lítur út fyrir, að landsmenn hafi flestir verið án dansa í eina eða tvær aldir og í sumum héruðum jafnvcl lengur.

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.