Félagsbréf - 01.10.1964, Page 25
TARJEI VESAAS
Fall
Næturlestin kyrrist smám saman.
Það dregur ekki úr ferðinni, hún er
sífellt söm — bláir gneistar hrökkva
af rafleiðslunni út í svarta, vota nótt-
ina, hjólin syngja og lestin nötrar
öll ljós inni. Hengir fötin sín á herða-
og fljót á flúðum.
En það kyrrist inni í löngum vögn-
unum. Næturvörðuninn hefur dregið
niður gluggatjöldin í ganginum til
marks um það sé háttatími. Áðan var
gangurinn fullur af fólki. Tollverðir
og vegabréfa kvíuðu farþegana, allt
reyndist í lagi, en síðan stóðu menn
stundarkorn úti í ganginum, hver við
sinn klefa. Lásu blöð, skimuðu. Reyktu,
skimuðu. Töluðu við bláókunnuga
klefanauta, eða þögðu og virtu þá
fyrir sér. Síðan hvarf einn af öðrum
tnn fyrir hriktandi rennihurðir — og
nú er gangurinn tómur, síðasti ferða-
niaðurinn er kominn inn til sín.
Hann fer inn síðastur manna. En
liann hlýtur að líta einu sinni enn til
dyranna við endann á ganginum.
iivranna út. Þar er ekkert sérstakt að
sja. Þykkar messinglokur og snerlar
í réttum skorðum. Nóttin er fyrir utan.
Dyrnar opnast út þegar þær opnast,
hann getur ekki haft augun af þeim.
Þessar dyr út í opinn dauða.
Það er þetta veiklaða hjarta, hugs-
ar hann. Hafðu nú hægt um þig.
Hann heyrir það slá, því hægist
ekki. Hvað í ósköpunum var ég að
vilja upp í þessa lest! Hvernig lenti
ég hér?
Hann hugsar sig um. Eg ætlaði mér
alls ekki að fara. En á síðustu stund
keypti ég miða, hljóp um borð. Og
ég fékk miðann undireins, þó allar
lestir séu íullar. Það var ekki rétt.
Svona nú, þetta eru taugarnar bara.
Þú ætlaðir þér að fara. Nóg um
það. Og ætlarðu nú ekki að koma þér
í rúmið? Hinir bíða þín eflaust, að
þeir fái að sofna.
Hann hikar. Stendur með hönd á
snerlinum. Auður gangurinn riðar til
og frá. Lamparnir lýsa tómlega. Það
gutlar í vatnskönnu. Glamur og högg
við teinana fyrir neðan. Lestin fer á
fullri ferð. Nú er dauðinn vís þeim
sem fellur út.
Kyrr —