Félagsbréf - 01.10.1964, Side 27

Félagsbréf - 01.10.1964, Side 27
með fólki svo hundruðum skiptir. Ég get sagt: Hvers vegna er ég aleinn í klefa í troðfullri lest? Tilviljun, svarar hann. En það finnst mér ekki. Jú, þér getið sofið rólegur. En hinir? Hverjir þá? — þeir sem hafa horfið á nóttunni! Bara tilviljun. Slys. Góða nótt. Bara hann segði það án þess að líta undan. Segði tilviljun, til- viljun. Lestin þýtur. Ofan úr lilíð sýndist hún líkust ormi sem hlykkjast áfram með ofurlitla týru að lýsa sér með. Og fáein fátækleg ljós að endilöngu. í hrikalegri nótt. Ofurlítill vesalings ormur. Einhver fer fyrir spegilinn. Nei! Nú slekk ég öll ljós. Því að eg er ekki útvalinn. Þetta eru bara taugarnar. Bara ég hefði tekið með mér ofurlítið bróm. Þýtur fram. Það dunar úti fyrir. Hér er nístandi hjart af öllum þessum lömpum. Hann gætir sín vel að slökkva er*gan einasta. Hvar erum við núna? Við streymum fram, 90 kílómetra á hlukkustund. Nóttin er mikil. Og ang- ist mín. Nú veit ég hann kemur ekki — Hver er í klefanum? Eitthvað var í gneistandi speglin- Uln. Spegillinn stafar ljósi frá öll- UIU lömpunum, og allir skínandi málm- Hlutir hér inni. Glampa og skína til að hugnast og hressa börn tuttugustu aldar. Hver er í klefanum? Blundaði hann eða blundaði hann ekki? Hvað sem er um það: hér er einhver inni. Hann sezt upp. Uppljóm- aður klefinn er hreinsaður af öllu lífi. Jakkinn hangir á herðatrénu. Vatnsglasið stendur á hillunni við spegilinn. Lestin þýtur. Það er sagt við hann: Eftir næsta skipti heyrirðu fóta- takið — Nú er hann illa kominn, hann hlýt- ur að spyrja: Ertu hér, spyr hann, eins og and- varp. Hann reynir að loka munninum, en stenzt ekki það sem vill tala, hanu kallar út í bláinn eins og dári: Ertu hér? Þetta er ekkert vanalegt kall. Það er játning, að hann sé framseldur. Svona hlaut að fara. Og þá hljóta varirnar að spyrja: ertu hér? Ekkert svar. Hann biður: þegiðu nú! En stenzt það ekki, verður að kalla á ný. Verð- ur að mæta þessu. Hann spyr: ertu hér? Og svo hlustar hann eins og honum yrði svarað. Hann finnur að brátt hlýtur hann að hlýðnast hverri bendingu sem kynni að berast. Hann óskar þess hamslaust að hann fengi skýrt svar: já! — ég er hér! — ekki bara eitthvað sem fer nafnlaust fyrir spegilinn. Lestin streymir í nóttunni. Engar FÉLAGSBRÉF 23

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.