Félagsbréf - 01.10.1964, Page 33

Félagsbréf - 01.10.1964, Page 33
ótrauðir út í 'heiminn, láta ekki óvissa framtíð sér fyrir brjósti brenna. Auðsætt er að því fyrr sem gagnrýn- andi gerir sér ljósa köllun sína og framtíðarstarf, því meira má af hon- um vænta. En hvernig eiga listdómar að vera, kann einhver að spyrja. Vel samin gagnrýni getur verið með ærið margvíslegum hætti, um þá hluti verða engar reglur settar. Það er heilög skylda listdómarans að setja fram mál sitt á ljósan hátt og á góðu máli, skrifa læsilega svo ekki sé fastar kveð- ið að orði; og þó er staðgóð þekking, skarpur skilningur, sannur áhugi, óbrigðull heiðarleiki og vandvirkni fyrir mestu. Ekki eru allir fæddir með lipran penna í höndum, en með sjálfs- aga og einbeitni er hægt að læra að skrifa, svo er guði fyrir að þakka. Gagnrýnendur verða framar öllu að reyna að komast að kjarna verksins, gera lesendum sínum Ijóst meginefni þess, innsta eðli og listgildi. Og eina lágmarkskröfu verður til þeirra að gera: þeir eiga að skrifa af háttvísi, nærfærni og sanngirni, og særa eng- an vitandi vits þótt hann liggi vel við höggi, og sízt byrjendur og unga óharðnaða listamenn. Að mörgu má finna. Sumir hálærðir listdómarar erlendir flíka um of þekk- lngu sinni og vizku, beita svo óspart heimspekilegum vangaveltum og fá- gætum alþjóðaorðum að öllum al- menningi reynist ærið torvelt að skilja; um það er víst óþarfi að kvarta hér á landi. Hitt er því miður al- gengara að listdómar séu svo lausir í reipum og fljótfærnislega og yfir- borðslega samdir að lesandinn sé í raun og veru litlu nær, og tel ég þó sönnu næst að fáar umsagnir um bókmenntir og aðrar listir séu svo ómerkilegar og villandi að eitthvað megi ekki á þeim græða. Sú var tíðin að greinar sumra íslenzkra listdóm- enda voru svo þurrar og beinaberar að helzt líktust prófeinkunnum eða marka- skrám; örfá dæmi eru jafnvel kunn frá síðari árum. Aðrir eru rígbundnir gömlum stefnum eða nýjum, sumir þola til að mynda ekki órímuð og abstrakt Ijóð nútímans, aðrir fyrirlíta allt sem er rímað, stuðlað og hefð- bundið. Áhuga og skoðanir þeirra er skylt að virða, en höfundar þessir reynast oftlega einhæfir gagnrýnend- ur um skör fram, líta fremur á hið ytra borð en raunverulegt listrænt gildi. Einstaka mönnum hættir til að gleyma hlutverki sínu að meira leyti eða minna, spjalla um heima og geima eða teygja lopann um alger aukaatriði og lítilsverð; og svo skáld- legir og háfleygir geta þeir orðið að maður hlýtur að hugsa: þessi gagn- rýnandi ætti að fara heim og yrkja sjálfur. Og svo mætti lengi telja. Hér er á fátt drepið og engu atriði gerð sæmileg skil, en við því verður ekki gert rúmsins vegna. Einhverjir kunna að halda því fram að listdóm- ar séu þarflausir eða til ills eins, en það tel ég hiklaust markleysu eða

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.