Félagsbréf - 01.10.1964, Síða 38

Félagsbréf - 01.10.1964, Síða 38
til að vinza úr það sem einhvers er vert, jafnvel þó það komi ekki lieim við rótgrónar skoðanir haris sjálfs. 011 fyrirfram gerð kerfi eða reglur fela í sér sömu hættu og hitt að liafa alls enga viðmiðun. Að því er snertir íslenzka gagnrýni undanfarinna ára, þá hefur hún verið mjög í molum, og her margt til þess. Fastir gagnrýnendur hafa verið fáir, vegna þess að hlöð og tínrarit telja sig ekki hafa efni á að launa þá, og jafn- vel þar sem þeir hafa verið ráðnir (allir í aukavinnu), virðist ekki vera höfð nógu föst regla á störfum þeirra, þannig að hinir alræmdu kunningja- dómar um bækur flæða yfir blöðin á hverri jólaföstu. Utgáfuhættir á íslandi eru líka gagnrýnendum mótdrægir, því flestar bækur ársins koma í einni bendu og sjaldan tóm til að gera upp á milli góðra bóka og sæmilegra, hvað þá að gera þeim öllum skil á réttum tíma. Mestur ljóður á íslenzkri gagnrýni hefur Iþó verið pólitísk lilutdrægni og persónulegt nagg, sem skipað hafa Is- lendingum á hekk með óupplýstum frumstæðingum, en á allra síðustu árum virðist hér hafa orðið á nokkur breyt- ing til batnaðar. Hér á landi verður menningarviðleitni ekki lífvænleg fyrr en almennt verður farið að ræða um bækur sem bókmenntir, en ekki inn- legg í dægurbaráttunni, og menn gera sér Ijóst að pólitík einsog hún er rekin á íslandi er eitt lægsta stig mennskra sambýlishátta. i. „ A N D R É S KRISTJ ÁNSSON Alitamál Ekki ætla ég mér þá dul að lýsa til neinnar hlítar hlutverki þeirra, sem rita svonefnda bókagagnrýni í dag- blöð, né heldur að bera fram úrbóta- tillögur, sem að einhverju lialdi mættu koma við þann krossburð. Hins vegar kemur ýmislegt í hugann, þegar slík - um spurningum er að manni bugað, og saklaust hlýtur að teljast að reyna að búa fátæklegum orðum nokkur þankabrot. Alkunn er gamansagan af því, er Ibsen var spurður, um 'hvað síðasta leikrit lians fjallaði, og hann svaraði: Ég veit það ekki, ég er ekki búirin að lesa ritdómana. Flestir líta vafa- laust svo á, að svarið sé markvisst háð um það. að gagnrýnendur kafi tíðum svo djúpt til skilnings og skýr- inga, að þeir finni þar sitthvað annað en það, sem höfundurinn liefur á borð borið. En svarið speglar einnig þa 34 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.