Félagsbréf - 01.10.1964, Síða 39
kröfu, sem löngum hefur verið gerð
til „bókagagnrýnenda“, hátt og í
hljóði, og margir þeirra hafa gert sér
of mikið far um að verða við —
kröfuna um það, að þeir, sem skrifa
um bækur skilji anda og eðli verks-
ins eins vel og höfundurinn eða bet-
ur og geti leitt lesandann við hönd
sér um myrkviðu þess og völundar-
hús, svo að honum opnist sýn, sem
annars væri hulin. Þetta er að sjálf-
sögðu hættulegur misskilningur. Eng-
inn getur skilið skáldverk fyrir annan
mann, né heldur miðlað honum að
fullu sínum skilningi, fremur en nokk-
ur getur elskað fyrir annan eða neytt
matar fyrir hann. Svo persónulegt
'hlýtur hvort tveggja að vera — list-
túlkun höfundar og skilningsnautn
lesandans — að enginn „bókagagn-
rýnandi“ getur borið þar heilt ker á
milli. Þegar grannt er skoðað getur
ridómari ekki fremur sagt lesanda,
hvert sé inntak bókar, en höfundi
hennar.
Að svo mæltu vil ég taka fram, að
ég tel orðið „bókagagnrýnandi“ frá-
feitt heiti á 'þeim manni, sem skrifar
að staðaldri um nýjar bækur í dag-
fdað. Það orð á helzt ekki við, nema
þegar sérfræðingur gagnrýnir ritverk
annars sérfræðings í sömu grein.
Hlutverk þess, sem skrifar um
nýjar bækur í dagblað, er fyrst og
fremst að vera góður lesandi sem
segir öðrum nokkur deili á bók, sem
hann hefur lesið. Hann á fremur að
reyna að bregða upp ljósri mynd og
renna stoðum og forsendum undir
sjálfstætt mat þess, sem greinina les,
en að kveða upp dóminn sjálfur og
ætlast til þess að aðrir telji hann ó-
skeikulan. Hann á fremur að vera
bókakynnir en gagnrýnandi og allra
sízt dómari. Hann verður að sjálf -
sögðu að segja sitt álit, en það getur
aldrei orðið annað eða meira en per-
sónulegt mat. Það er reginmunur á dómi
og persónulegu áliti, og því má aldrei
blanda saman. Að vísu geta ýmis ytri
einkenni bókar eða ritverks, til dæmis
búningur, málfar eða efnismeðferð,
verið með svo augljósum annmörkum
eða ágætum, að persónulegt álit hljóti
að eiga samleið með almannadómi,
en það er eigi að síður mjög brýnt að
gera skýran mun á þessu í skrifum
um bækur.
Umbótakröfur á hendur þeim, sem
segja álit sitt á bókum í dagblöðum,
hafa lengi verið töluvert háværar, og
ætti ég að reyna að vísa til betri vegar
um þetta, mundi ég vísa kröfugerðinni
að hálfu leyti aftur heim til föður-
húsanna. Að vísu tel ég umbótaþörf-
ina ærna, en ég held það vonlítið, að
um skipist, nema báðir aðilar leggi
nokkuð af mörkum — þeir sem skrifa
um bækur, og þeir, sem lesa bóka-
skrifin. Ef hinir fyrrnefndu vöruðust
það betur að setjast í dómarasæti, og
hinir síðarnefndu minntust þess oftar,
að í þessum skrifum kemur aðeins
fram persónulegt álit en ekki dómur,
gætu þeir mætzt í betri skilningi á
miðri leið.
FÉLAGSBRÉF 35