RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Page 8

RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Page 8
RM föðurarf okkar, og er það hálfu meira fé en það, er ég hef í förum. Hreiðar svarar: Þá er lítið vit mitt, segir hann, ef ég tek þenna fjárskakka til þess að gefa mig svo upp sjálfan og láta þína um- sjá, og mun þá liver maður draga af mér fé okkar, alls ég kann engin forræði, þau er nýt eru, og er þér þá eigi betra hlut í að eiga, ef ég ber á mönnum eða geri aðra óvísu, þeir er um fé mitt sitja að lokka af mér, en eftir það sé ég barður eða meiddur fyrir mínar tilgerðir, enda er það sannast í, að þér mun torsótt að halda mér eftir, er ég vil fara. Vera kann það, segir Þórðu'r, en get ekki þá um ferð þína fyrir öðrum mönnum. Því hét hann. Og er þeir bræður eru skildir, þá segir Hreiðar hverjum, er heyra vill, að hann ætlar utan að fara með bróður sínum. Og firna allir Þórð um, ef hann flytur utan afglapa. Og er þeir eru búnir, sigla þeir í haf og verða vel reiðfara, koma við Björgvin. Og þegar spyr Þórð- ur eftir konungi, og var honum sagt, að konungur var í bænum og liafði skömmu áður komið og vildi eigi láta kæja sig samdægurs, þóttist þurfa livíldar, er liann var nýkominn. Brátt litu menn Hreiðar, að hann var afbragð annarra manua. HREIÐARS ÞÁTTUR HEIMSKA Hann mikill og Ijótur, ómállatur við þá, er hann hitti. Og snemma um morguninn, áður menn væri vaknaðir, stendur Hreiðar upp og kallar: Vaki þú, bróðir, fátt veit sá, er sefur. Ég veit tíðindi og heyrði ég áðan læti kynleg. Hverju var líkast? segir Þórður. Sem yfir kvikindum, segir Hreiðar, og þaut við mjög, en aldrei veit ég, hvað látum var. Lát eigi svo undarlega, segir Þórður, það mun verið hafa horn- blástur. Hvað skal það tákna? segir Hreiðar. Þórður svarar: Blásið er jafnan til móts eða skipdráttar. Hvað táknar mótið? segir Hreið- ar. Þar eru dæmd vandamál jafnan, segir Þórður, og slíkt talað, sem konungur þykist þurfa, að fyrir alþýðu sé upp borið. Hvort mun konungur nú á mót- inu? segir Hreiðar. Það ætla ég víst, segir Þórður. Þangað verð ég þá að fara, segir Hreiðar, því að ég vildi þar koma fyrst, er ég sæi sem flesta menn í senn. Þá skýtur í tvö horn með okkur, segir Þórður, mér þætti því betur, er þú kæmir þar síður, er fjöl- mennt væri, og vil ég hvergi fara. Ekki tjáir slíkt að mæla, segir Hreiðar, fara skulum við báðir. 6
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.