Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Side 6

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Side 6
Halldóra Thoroddsen RÆTT VIÐ MEGAS OG ÞÓRUNNI VALDIMARSDÓTTUR í haust eigum við von á Ijóðabókum frá þeim Megasi og Þórunni Valdimarsdóttur.Megas sendir frá sér myndskreytta textabók, en Þórunn ljóðabókina Fugla. Halldóra Thoroddsen ræðir hér við þau um bók þeirra Sól í Norðurmýri — Píslarsaga úr Austurbæ. Þ»riðji hugurinn H: Þórbergur hitti Áma Þórarinsson og Þórunn hitti Magnús. Danir kalla svonalagað „lykketræf" (gæfufund). Hittuð þið á óskastimd? Þ: Áriðl990 var mér ákaflega lukkulegt og mannbætandi ár og einstakt, Venus sótti fram í 120 gráða hom við Júpíter sem stýrir allra bestu lukku. H: Þið hafið talað um sameiginlegan þriðja hug. MÞ: Þetta höfum við margtuggið og fyrirbærið er ekki einstakt. WilliamS. Burroughstalarum„thethirdmind". Þettagerðist þegar við hentum hugmyndum á milli. Tvö ólík atóm taka að gefa nýjan hljóm þegar þau vinna saman. Og þriðja atómið er tekið til starfa. H: Má ég spyrja þennan þriðja hug nokkurra spuminga? M: Þú bara spyrð, það drýpur jú bjargræði af hverju strái. 6 Bjartur ogfrú Emilía

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.