Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Page 7
Indíánar í kábojmynd
H: Mér verður hugsað til annarrar bókar, um aðra tíma. Ég á við
Tuminn á heimsenda eftir Heinesen. Báðar eru bækumar
ljóðrænar og kafa ofan í kenndimar og skynjunina. En í bók
Heinesens ríkir harmónía: maður í sátt við náttúm, rómantísk
hugmynd um heilan mann. ÞvíerekkiaðheilsaíSólinni. Að
loknu tímabilinu sem þið skrifið umgýs upp talsverð uppreisn.
Eruð þið að lýsa skeiði þar sem maðurinn er í miklu ósamræmi
við umhverfi sitt?
M: Þetta má til sanns vegar færa, en hætt er við að sæljón sé á
þeim vegi. Á þessum árum eftir styrjöldina gætti mjög áhrifa
frá hinni lævísu og djúpúðgu Atlantshafssprungu og birtist
það meðal annars í blokkamyndun og pólitískri hreintrú.
Blokkimar sem áttu að heita svo ólíkar urðu í rauninni alveg
eins. Allir urðu að fylgja ákveðnu ströngu normi um gott og
illt. En djöfullinn skaut auðvitað upp kollinum í þessari
paradís, mannlegt eðli.
Þ: Meðan á þessu gekk stóð sláturtunnan súra á svölunum og
hlustaði á morgunmenúettinn í útvarpinu, framandi, nýjan
og þriggja alda gamlan. Allt var hrærigrautur sem
tilvistarangistin magnaði upp. Núna þegar líður að aldamótum
afbera menn miklu betur að horfast í augu við innvortis
sprengjuna og hið grimmstutta líf, eins og Grikkir, Rómverjar
og Kenýamenn.
H: Þið talið um fyrstu kynslóð á mölinni. Er hún dæmd til að
verða eins og indíáni í kábojmynd?
M: Fyrsta kynslóð sem fæðist á mölinni hefur engin gömul gildi
að styðja sig við. Hún hefur ekki tileinkað sér nýju gildin
nema með hröppum og köppum og fer þess vegna rakleiðis
í hundana og fær þar að njóta sín. Sumir slógu þá tjöldum
sínum upp fyrir utan borgarmúrana og komust aldrei
Tímarit um bókmenntir og leiklist
1