Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Síða 16

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Síða 16
Ian McEwan FIÐRILDI Á fimmtudag sá ég mitt fyrsta lík. í dag var sunnudagur og það var ekkert við að vera. Og það var heitt. Ég man ekki eftir slíkmn hita á Englandi fyrr. Undir hádegi ákvað ég að fá mér göngutúr. Ég stóð fyrir utan húsið, tvísté. Ég vissi ekki hvort ég átti að snúa til hægri eða vinstri. Undir bíl hinum megin götunnar lá Charlie. Hann hlýtur að hafa séð í fætuma á mér því að hann kallaði til mín. „Hvað segirðu gamli refur?" Ég hef aldrei haft á reiðum höndum svör við svona spumingum. Ég hugsaði mig um eitt andartak og sagði: „Hvemig hefur þú það, Charlie?" Hann skreið undan bílnum. Sólin var mín megin götunnar og skein beint í augun á honum. Hann varðist birtunni með höndunum og sagði: „Hvað er verið að stússa?" Enn átti ég ekkert svar. Það var sunnudagur, það var ekkert við að vera, það var of heitt... „Út," sagði ég. „Göngutúr..." Ég gekk yfir götuna og leit ofan í bílvélina þó ég hefði ekkert vit á vélum. Charlie er gamall maður sem hefur vit á vélum. Hann sér um bílaviðgerðir fyrir fólkið í götunni og vini þess. Hann kemur fram fyrir bílinn með þunga verkfæratösku í báðum höndunum. „Hún dó þá?" Hann stóð þama og þurrkaði með tvisti af skrúflykli til þess að gera eitthvað. Auðvitað vissi hann það en hann langaði til að heyra mína sögu. „ Já," sagði ég. „Hún er dáin." Hann beið eftir að ég héldi áfram. Ég hallaði mér upp að hlið bílsins. Bílþakið var of heitt til 16 Bjartur ogfrú Emilía

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.