Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Qupperneq 17

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Qupperneq 17
að hægt væri að koma við það. Charlie ýtti á eftir mér. „Þú sást hana síðastur..." „Ég var uppi á brúnni. Ég sá hana hlaupa meðfram síkinu." „Þú sást hana..." „Ég sá hana ekki þegar hún datt út í." Charlie setti skrúflykilinn aftur í kassann. Hann gerði sig líklegan til þess að skríða aftur undir bílinn, þannig gaf hann til kynna að samtalinu væri lokið. Ég var enn að reyna að ákveða hvert ég ætti að fara. Áður en Charlie hvarf undir bílinn sagði hann: „Synd, voðaleg synd." Ég gekk af stað til vinstri því að þannig sneri ég. Ég gekk eftir nokkrum götum milli limgerða og heitra, kyrrstæðra bfla. í öllum götunum var sama lyktin af matseld. Ég heyrði sömu útvarpsdagskrána út um opna gluggana. Ég sá hunda og ketti en mjög fátt fólk og aðeins í fjarska. Ég fór úr jakkanum og lagði hann yfir handlegginn. Mig langaði til að vera nærri trjám og vatni. Það eru engir garðar í þessum hluta Limdúna, aðeins bflastæði. Og síkið, brúna síkið sem liggur milli verksmiðjanna framhjá brotajámshaugnum, síkið sem Jane litla drukknaði í. Ég gekk til bókasafnsins. Ég vissi að það væri lokað, mér finnst hvort sem er betra að sitja á tröppunum fyrir framan safnið. Ég sat þarog sólin slæddi burt skuggann. Heitur vindur blés niður götuna. Hann hrærði upp í draslinu í kringum fætuma á mér. Ég fylgdist með síðu úr dagblaði sem fauk eftir miðri götunni, rifrildi af Daily Mirror. Það stöðvaðist og ég gat lesið hluta af fyrirsögninni ... „MAÐUR SEM"... Það var enginn á ferli. Ég heyrði glamrið í ísbílnum hinum megin við homið og ég áttaði mig á því að ég var þyrstur. Hann spilaði eitthvað úr píanósónötu eftir Mozart. Skyndilega þagnaði hann í miðjum tóni, eins og einhver hefði sparkað í tækið. Ég hraðaði mér upp götuna, en þegar ég kom fyrir hornið var hann horfinn. Augnabliki síðar heyrði ég aftur til hans, það var eins og hljóðin bærust langt að. Ég sá engan á leiðinni til baka. Charlie var farinn inn og bfllinn sem hann hafði verið að vinna í var þar ekki lengur. Ég Tímarit um bókmenntir og leiklist 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.