Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Síða 21

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Síða 21
aftur í gömlu buxumar og peysuna sem ég var í. Ég sá eftir að hafa farið í bað og reyndi að þvo kölnarvatnið af hálsiniun á mér. En það var önnur lykt, lyktin af sápunni sem ég notaði í báðinu. Ég hafði notað þessa sömu sápu á fimmtudaginn og það fyrsta sem litla stúlkan sagði við mig var: „Það er blómalykt af þér." Ég var á gangi fram hjá litla garðinum fyrir framan húsið hennar, á leið í göngutúr. Ég svaraði henni ekki. Ég forðast að tala við böm, mér finnst svo erfitt að finna réttan tón. Og heiðarleiki þeirra setur mig út af laginu, hann þvingar mig. Ég hafði oftsinnis séð þessa stelpu leika sér á götunni, yfirleitt eina, eða að fylgjast með Charlie. Hún kom út fyrir garðinn og elti mig. „Hvert ertu að fara?" sagði hún. Aftur svaraði ég henni ekki, og vonaði að hún missti áhugann á mér. Þar að auki var ég ekki viss um hvert ég var að fara. Hún spurði aftur: „Hvert ertu að fara?" Eftir stutt hik sagði ég: „Það kemur þér ekki við." Hún gekk beint fyrir aftan mig þar sem ég gat ekki séð hana. Ég hafði það á tilfinningunni að hún væri að herma eftir mér en ég sneri mér ekki við. „Ertu að fara útí Watsons-búð?" „Já, ég er að fara útí Watsons-búð." Hún gekk upp að hhðinni á mér. „Það er lokað í dag," sagði hún, „það er miðvikudagur." Þessu gat ég ekki svarað. Þegar við komum út á hom, við enda götunnar sagði hún: „Segðu mér hvert þú ert að fara" Nú fyrst virti ég hana vandlega fyrir mér. Hún hafði frekar langt andlit, smáfríð og með stór raunamædd augu. Hárið brúnt og fingert var bundið í hnút með rauðri teygju í stíl við rauða bómullarkjólinn. Hún var falleg á sérkennilegan, allt að því ískyggilegan máta, eins og stúlka á málverki eftir Modigliani. Ég sagði: „Ég veit það ekki, ég er bara að fara í göngutúr." „Ég vil koma með." Ég sagði ekkert og við gengum saman í áttina að verslunarmiðstöðinni. Hún var líka þögul og gekk rétt fyrir aftan mig eins og hún væri að bíða eftir því að ég segði henni Tímarit um bókmenntir og leiklist 21

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.