Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Qupperneq 27

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Qupperneq 27
„Nei, ég segi engum, en þú verður að vera alveg upp við mig þegar við göngum meðfram síkinu, er það skilið?" Hún kinkaði kolli. „Og þurrkaðu ísinn af munninum á þér." Hún dró handarbakið fálmkennt yfir andlitið á sér. „Komdu, ég skal gera þetta." Ég dró hana til mín og hélt með vinstri hendi utan um aftanverðan hálsinn. Ég bleytti vísifingur þeirrar hægri, eins og ég hef séð foreldra gera, og renndi honum í kringum varimar á henni. Ég hef aldrei áður komið við varir á öðrum, eða fundið til vellíðanar af þessum toga. Hún streymdi sársaukafullt frá nára upp í bringu og bjó þar um sig, eins og hnefi sem þrýstist á rifbeinin. Ég vætti aftur sama fingur og smakkaði sætt klístrið á fingurgómnum. Ég nuddaði honum aftur í kringum varirnar á henni en í þetta sinn færði hún sig undan. „Þú meiðir mig," sagði hún. „Þú ýttir of fast." Við gengum áfram, og nú hélt hún sig nærri mér. Til að komast niður að dráttarslóðanum urðum við fyrst að fara yfir síkið á svartri mjórri brú með háum veggjum. Á miðri brúnni tyllti Jane sér á tá og reyndi að sjá yfir vegginn. „Lyftu mér upp," sagði hún. „Mig langar til að sjá bátana." „Þú sérð þá ekki héðan." En ég tók utan um mittið og lyfti henni upp. Rauði stutti kjóllinn hennar skreið upp að aftan og ég fann aftur fyrir hnefanum í brjóstinu. Hún kallaði yfir axlirnar til mín. „Áin er mjög óhrein." „Það hefur alltaf verið óhreint," sagði ég, „þetta er síki." Á leiðinni niður steintröppumar færði Jane sig nær mér. Mér fannst eins og hún héldi niðri í sér andanum. Oftast rennur síkið í norður, en í dag var það alveg lygnt. Á yfirborðinu flutu gulir froðuflekkir, og þeir hreyfðust ekki heldur því að það var enginn vindur til að ýta þeim áfram. Einn og einn bíll fór yfir brúna fyrir ofan okkur og þar fyrir aftan var umferðamiður Lundúnaborgar. Þar fyrir utan var mjög hljóðlátt við síkið. Vegna hitans var síkislyktin sterkari í dag, dýralykt frekar en efnalykt af froðunni. Jane hvíslaði: „Hvar eru fiðrildin?" „Þau eru ekki langt í burtu. Fyrst þurfum við að fara undir Tímarit um bólcmenntir og leiklist 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.