Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Page 40
2 K £ K S *
Hvert ertu að æða, Mieke, sittu kyrr
Ég meina það! Díngalíng!
(Hún sest aftur)
Ég er ekki svona egófrík eins og þú!
Komoon, slappaðu af
Ég er ekki á svona ráðgjafaflippi eins og þú. Þú
heldur að þú sért sú alklárasta á svæðinu og getir
níðst á manni hvenær sem þér sýnist og vaðið uppi
með kúgun og djöfulskap
('Við KONUNA)
Hvað finnst þér!
(Við K)
Þú ert síblaðrandi einhvem helvítis hrylling
Geturðu ekki skrúfað aðeins niður í þér?
(Lemur lófanum í borðið)
Nei!
(K þrífur íhandlegg M og tuskar hana til)
K Haltu kjafti / fíflið þitt / haltu kjafti
(Þögn)
Sá sem á hyperaktíft bam verður að sýna þohnmæði
M Nei, nú fer ég að gefast upp. Þetta virkar ekki, þetta
virkar sko ekki...
K Reyndu að halda þér á mottunni og vera ekki með
þetta eilífa þras
M En þú mátt aldrei segja að ég sé einskis verð
K Hver var að segja það / það segir enginn
M Oooo, ætli maður hafi ekki heyrt það. Héma áður.
Heima. En ég er sannfærð um að það er enginn, ekki
nokkur manneskja, algerlega einskis verður
K (Brosir)
Nei
(Við KONUNA)
Hvar fékkstu númerið okkar?
KONAN Ég talaði við Rósalie
K (ViBM)
Geturðu ekki haldið friðinn augnablik?
Ég er K og þetta er M
40
Bjartur ogfrú Emilía