Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Side 43
M
K
M
KONAN
K
KONAN
M
K
KONAN
K
KONAN
K
KONAN
K
KONAN
K
M
Við erum að hlusta / og þá ferðu inn í eldhús og
eldar þér hafravellinginn þinn sjálf. Það er alveg
eins og ég segði ef ég væri í sambúð með konu, ég
meina, það kemur fyrir að hún fer í fýlu og óstuð
Upp og niður, upp og niður ruggar vagga
andskotans
Upp og niður, upp og niður vaggar dauðinn lífinu
Reynið að hlusta á mig!
Eg mundi segja að þetta sé slæmt keis og að það
besta sem þú getur gert að troða nokkrum ákveðnum
atriðum inn á milli eymanna á honum í eitt skipti
fyrir öll. Þú skalt safna heim til þín eða þangað sem
þú býrð þéttri grúppu af fimm sex hörðum stelpum
sem vita þá nákvæmlega upp á hár hvemig ástandið
er hjá ykkur og þær kjafta því í aðra þar til milli
tuttugu og þrjátíu konur vita um skepnuskapinn í
manninum þínum og hann fattar allt í einu að heil
hjörð óviðkomandi kvenna veit hvers konar
mannleysa hann er...
Nei
Þú vilt það ekki, ha?
Ég hef það á tilfinningunni að allar systurnar séu
andskotanum duglausari. Þær hringja heldur í sála
frænda á félagsmálastofnun / svo flytur hann inn í
þriggja herbergja hreysið / og eftir hvert spark er
flautað til fjölskyldufundar og allur ófögnuðurinn
greindur og analíseraður út og inn. Æ, þær eru svo
djöfull þjóðnýttar þessar systur
Ég vil að við förum saman og hittum hann
Hittum hvem?
Manninn minn... Ást mína
Þú sparkar alltaf í fæturna á mér, — hvað heitirðu?
Lynn
Þú sparkar alltaf í fæturna á mér, Lynn
Bara einu sinni
Nei, væna, þetta er í þriðja sinn
(Við ÞJÓNINN)
Tímarit um bókmenntir og leiklist
43