Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Síða 46

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Síða 46
Sigurður A. Magnússon RÆTUR HARMLEIKSINS Harmleikurinn hefur verið mönnum áleitið umhugsunarefni allt frá dögum Aristótelesar á 4ðu öld f.Kr. frammá þennan dag — þó með 1500 ára hléi. Um miðja fyrstu öld e.Kr. samdi Rómverjinn Lucius Annæus Seneca (4 f .Kr,- 65 e.Kr.) níu harmleiki um grísk efni, og eru einskonar melódramatískur endvnómur grísku fyrirmyndanna, standa þeim langt að baki. Síðan liðu semsagt 1500 ár ánþess nokkur tilraun væri gerð til að blása lífi í hið foma form. Það er ekki fyrren í byrjun 16du aldar að endurreisnin vekur nokkra ítalska höf unda til að hefjast handa um að endurreisa harmleikinn — með ákaflega misjöfnum árangri. Á síðustu 500 árum hefur harmleikurinn átt sér nokkur stutt blómaskeið á Spáni og Ítalíu, í Frakklandi og Bretlandi, og ber þar vitanlega hæst W illiam Shakespeare og samtímamenn hans kringum aldamótin 1600 og frönsku skáldin Pierre Comeille og Jean Racine á ofanverðri 17du öld. Þegar talað er um harmleikinn er samt að jafnaði átt við gríska harmleikinn, bæði vegna þess að í Grikklandi var þetta tiltekna tjáningarform fundið upp og fullmótað og ekki síður vegna hins að á tiltölulega skömmu skeiði, 5tu öld f.Kr., urðu þrír önd- vegishöfundar, þeir Eskýlos, Sófókles og Evrípídes, til að þróa formið til þvílíkrar fullkomnunar, að síðan hafa öll harmleikjaskáld staðið í skugga þeirra, þó vissulega hljóti Shakespeare að teljast verðugur arftaki þeirra og sé raunar eina harmleikjaskáld seinni alda sem nefna má í sömu andrá og grísku þremenningana. Forngrísku skáldin þrjú mótuðu og þróuðu grundvallarform sem síðan hefur með ýmsum útúrdúrum og tilbrigðum verið talið hið eiginlega form harmleiksins. í rauninni er um að ræða ákaflega 46 Bjartur ogfrú Emilía

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.