Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Blaðsíða 48

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Blaðsíða 48
varðveittir,3 sennilega allir frá efri árum hans. Fyrsti þríleikur hans var sviðsettur árið 468, en enginn þríleikur frá hans hendi hefur varðveist í heilu lagi. Eini varðveitti þríleikurinn er Óresteia eftir Eskýlos, færður upp árið 458 (verkin eru Agamemnon, Sáttafórn og Hollvættir). Evrípídes fékk fyrstu verk sín sviðsett árið 455, en samdi alls 65 harmleiki á 50 ára skeiði. Frá hans hendi varðveittust líka 7 harmleikir að viðbættu einu handriti með 10 verkum,4 þannig að við eigum varðveittan um fjórðung af lífsverki hans, þarmeð talinn eina „púkaleikinn" sem varðveist hefur.5 Umrædd verk ásamt riti Aristótelesar eru meginheimildir okkar um gríska harmleikinn á blómaskeiði hans, og vissulega vitna þær um háþróaða list og mikla andlega fr jósemd Aþeninga á 5tu öld f.Kr. sem birtist í öllum greinum mannlegs hugvits og listsköpunar. Allar eru þessar heimildir nú tiltækar í íslenskum búningi. Meðþví menn munu almennt hafa einhverja nasasjón af efni grísku harmleikjanna og efnistökunum sem snillingamir þrír beittu (þeir sem ekki hafa hana geta nú gengið í smiðju Helga Hálfdanarsonar og kynnt sér verkin í heild), þá þykir mér ómaksins vert að hugleiða í fáum orðum upptök þessa merkilega fyrirbæris, sem Grikkir nefndu „bukkasöng" afþví hann var nátengdur dýrkun Díónýsosar, þó ekki verði séð að harmleikurinn væri beinlínis þáttur í tilbeiðslu guðsins. Hann virðist fremur hafa verið nokkurskonar aukageta á trúarhátíðunum, en hlýtur snemma að hafa orðið hápunktur þeirra þareð hann fjallaði með einstæðum og nærgöngulum hætti um efni sem voru hugstæð þorra Aþeninga. Þessi hugleiðing hér er kannski hjáróma í almennri umræðu um harmleikina, en mér þykir ekki úr vegi að nálgast þetta viðamikla efni úr annarri átt og reyna að graf ast fyrir rætur tjáningarforms sem reynst hefur lífseigara og frjórra en nokkurt annað þekkt hstform. Myndlíking Ég ætla þá í öndverðu að gefa mér að harmleikurinn hefjist með myndlíkingu: líf mannsins er blóm, bylgja, stjarna. í öllu falli er leyfilegt að gera því skóna, að einhvemtíma í grárri fomeskju hafi runnið upp sú stund þegar umhugsun um alheiminn og manneskjuna 48 Bjartur ogfrú Emilía
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.