Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Qupperneq 51

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Qupperneq 51
Því hin sönnu myndhvörf fela ekki einungis í sér vísbendingu um samsvörun fyrirbæra, sem eru innbyrðis lík, heldur um samsvörun fyrirbæra, sem eru ólík í veigamiklum greinum, í því skyni að leiða okkur fyrir sjónir samsvörun þeirra á hærra plani veruleikans. Fráþví maðurinn veitti því eftirtekt að líf hans væri einsog gangur árstíðanna, kvartilaskipti tunglsins eða sjávarföllin, þartil hann uppgötvaði myndlíkinguna, sem hér er til umræðu, hlýtur að hafa liðið óralangur tími, og á þeim tíma varð mannshugurinn að brjóta niður hverja þá múra sem hann kann að hafa verið búinn að reisa milli sín og náttúrunnar. Því í myndlíkingunni samsamast tilvera mannsins öllum ferlum náttúrunnar. Vitundin sem hafði skynjað skilsmun manns og náttúru skynjar nú fullkomna samsvörim. Og í ljósi þeirra afleiðinga, sem þessi þróun í átt til einingar á eftir að hafa, var sköpun þvílíkrar myndlíkingar fyrsti stórsigur mennskrar vitundar. En meðþví enn var einungis um að ræða þekkingu byggða á íhugun, verður ekki sagt að hún feli í sér þá allsherjarsýn sem harmleikurinn á eftir að leiða í ljós. Einungis fyrir langvinna og staðfasta íhugun mun myndlíkingin láta uppi merkingu sína, og síðasta stigið í hinu altæka mynstri mun ævinlega reynast hafa að geyma möguleikann á alnýju samhengi tilverunnar. Rotnandi frækom vetrarins mun birtast í laufi og frækorni vorsins, gamla tunglið heldur á nýju tungli í fangi sér, aldan berst aftur að landi og svo framvegis. Þetta er táknmál ljóðlistar. En við emm hér að fást við þesskonar reynslu sem verður mun betur lýst með myndmáli en hugtökum. Ég veit ekki hvort er til bóta að segja, að í stað kyrrstæðrar myndlíkingar, sem grópuð er í vitundina með nákvæmni og óbifanleik hlutar í rúminu, séu nú komin til sögunnar virk myndhvörf á endalausri hreyfingu í tímanum. I stað endurtekningar, sem felur í sér samhengislausa birtingu samskonar fyrirbæra, er nú komin hrynjcmdi eða von um samfelld tengsl sundurleitra atvika. Nú vísa myndhvörfin ekki aðeins til ákveðins blóms, bylgju eða stjömu, heldur til náttúrunnar í heild, ekki bara til tiltekins einstaklings, heldur til gervalls mannkyns. Og í þessum umskiptum frá upphaflegri myndlíkingu í rúminu til myndlíkingar í tímanum er stigið geysimikilvægt skref í átt til þess, hverjar séu rætur hinnar tragísku reynslu. Tímarit um bókmenntir og leiklist 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.