Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Qupperneq 52

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Qupperneq 52
Hugleiðslan rofin Þegar horft er á lífið sem látlausa hreyfingu í tímanum fremuren kyrrstæða mynd, sem „eilífa hringrás" sama veruleika fremuren marga afmarkaða og vélrænt endurtekna veruleika, þá verður íhugull áhorfandi að rjúfa hugleiðslu sína, þó ekki sé nema andartak, til að meta það sem fyrir augu hans ber. Og það sem hann sér og skynjar verður naumast lengur aðgreint frá því sem hann er sjálfur. Ekki einasta ferli líkamans, heldur og ferli sjálfrar hugsunarinnar er gagnsýrt gervöllu ferli tilverunnar. Segja má að í þessari andrá, þegar hugsýnin virtist taka allt inná sig, dreymandann jafnt sem drauminn, þá hafi hugurinn með einskonar ósjálfráðri svörun eða viðbragði fundið sig knúinn til að láta til sín taka í þágu annarra þarfa eða hagsmuna. Því hjá manni sem gæddur er sjálfsvitund verður að skilja á milli hugar, sem er þess umkominn á vissum stundum að hefja sig yfir allar aðrar þarfir en þær sem felast í þekkingunni einni, og hugar sem er verkfæri til að koma skipan á hagsmuni sem meðal annars felast í afrakstri þekkingarinnar. Þegar hugurinn skynjaði að hann væri að týna sjálfum sér, má gera ráð fyrir að hann hafi orðið fyrir áfalli, verið gripinn einskonar yfimáttúrlegu felmtri, og þessvegna látið berast frá hinni tæru og yfirskilvitlegu sýn inní það venjubundna hlutverk sitt að vega og meta. Ekki gat hjá því farið að sýnin vekti eitthvað af samskonar tilfinningu og hún mundi strax vekja hjá meðvituðum einstaklingi, og jafnskjótt og talið berst að tilfinningum erum við komin útí spurningar um vilja og val. Einhver kynni að gera þá athugasemd að hinn austræni dulhyggjumaður, sem er notalega vafinn inní voðir verðandinnar, verði ekki fyrir því yfirnáttúrlega áfalli, sem fyrr var nefnt, þegar hugur hans sogast inní hreina hugleiðslu, og sýni ekki hin snöggu viðbrögð vitsmunanna við eigin upplausn og rofi. En sú viðbára er því aðeins gild, að menn neiti að kannast við að hið austræna samþykki við umræddri upplausn vitsmunanna, viljinn til að láta flauminn gleypa sig, á líka rætur að rekja til persónulegs vals. Hitt er einkar fróðlegt íhugunarefni, sem ekki skal farið nánar útí hér, hversvegna austrænn hugsunarháttur og lífsafstaða eru á 52 Bjartur ogfrú Emilía
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.