Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Side 58

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Side 58
Eberhard Spreng SAMTAL VIÐ ARIANE MNOUCHKINE UM SVIÐSETNINGU HENNAR Á GRÍSKU HARMLEIKJUNUM Ein eftirtektarverðasta sýning leiklistarhátíðarinnar Theater der Welt í Essen nú í sumar var uppfærsla Parísarleikhópsins Théátre du Soleil undir stjórn franska leikstjórans Ariane Mnouchkine á grískri harmleikjasyrpu: f figenía í Ális eftir Evripídes, Agamennon og Sáttarfórn eftir Æskílos. Eða Atreifsniðjar (Les Atrides) Hér á eftir fer viðtal við Mnouchkine um störf hennar og viðhorf til leikhússins. Eberhard Spreng: Þú setur upp á víxl sígilda leikhústexta og samtímatexta. Eins ogfyrir nokkrum árum, pegar pú settir upp Shakespeare-syrpuna, sem var eins konar undirbúningur fyrir vinnuna um Sihanouk prins, gerir pú núgríska harmleikjasyrpu áðuren pú snýrð pérað næsta samtímaverkefni. Ariane Mnouchkine: Þessi háttur er hefð í Sólarleikhúsinu (Théátre du Soleil). Við helgum vinnu okkar samtímaverkum, þ.e.a.s. okkar nánustu fortíð, til jafns við þau verk sem telja má til uppsprettu leikhússins. Leikhópur verður að vinna með dramatík samtíma síns og sömuleiðis snúa sér aftur og aftur að uppsprettunni og kynnast enn einu sinni frumkvöðlum leiklistarinnar og íhuga verk þeirra. Þegar maður hverfur aftur til grikkjanna eða Shakespeare, þá fer maður á vissan hátt framávið: Við erum með verk í bígerð um frönsku andspyrnuhreyfinguna, sem er sérlega viðkvæmt umræðuefni í Frakklandi, umdeilt — og eitrað og að vissu leyti forðast menn það. Og mér líkar þessi afneitun ekki og langaði að vinna með þetta efni. Héléne Cixous, höfundur „Sögunnar um 58 Bjartur ogfrú Emilía

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.