Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Page 61
nútímaleikhúsið. En báðir eru þeir af sama meiði. Tíminn á milli
verka þessara höfunda er um það bil 40 ár, en verk þeirra voru leikin
á sama leiksvæði í afar svipuðum búningum og í sams konar
listrænu umhverfi. Það gat ekki verið tilgangurinn að undirstrika
augljósan mun á málnotkun eða byggingu leikritanna, eða byggja
ólíkar sviðsmyndir. Þegar við stillum „Ifígeníu" Evrípídesar fyrir
framan„Óresteiu"Æskílosarþáerþaðafeinföldum„pedagógískum//
ástæðum. Nútímaáhorfendur þekkja ekki, að fáum menntamönnum
undanskildum, sögu „Atreifsniðja". Að mínu áliti er ekki hægt að
skilja persónu Klítemnestru í „Agamemnoni", ef maður veit ekki
Kórinn íÍfegeníu
hvað gerðist í Ális. Annars vorum við svolítið háð algengum
fordómum í Frakklandi, að Æskílos væri stórkostlegt skáld en
Evrípídes ekki. Enn eru þessir fordómar við lýði. Nietzsche á sökina,
jafnvel þótt hann hafi leiðrétt þetta síðar, þegar hann segir í „Geburt
der Tragödie" að hann hafi dæmt Evrípídes allt of hart. En ennþá
Tímarit um bókmenntir og leiklist
61