Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Page 64
persónanna, heldur sýna og undirstrika og ýkja svipbrigðin og hvert
einasta augnaráð, höfðu þveröfug áhrif hjá Júlíönu Cameiro da
Cunha. Gervið huldi andlit hennar. Á æfingatímabilinu notuðiun
við minna og minna smink og enduðum með afar föla sminkgrímu.
Auk þess hæfði þetta hlutverki Klítemnestru, sem á vissan hátt berst
miklu „naktar", berst ekki um ytri hluti, heldur af ást á baminu sínu.
Svona verður til samhljómurinn á milli hins innihaldslega og formlega
og svo hinnar praktísku vinnu.
í „Ífígeníu" er andartak, sem maður finnur sem einhvers konar
spennuaugnablik með „katharsis"-áhrifum. Þegar Ífígenía, íeintali sínu,
verður við vilja föður síns, Agamemnons, og gefur sig dauðanum, byrjar
hún að dansa!
Þessi augnablik em til í öllum harmleikjum. Við sögðum alltaf við
sjálf okkur: Við vinnum að skelfingu og gagntekningu. Fyrir mér er
þetta kjami f omra harmleikja, og þú hef ur á réttu að standa þegar þú
segir að þetta hafi „katharsis"-áhrif. Égheld að grikkir hafi getað tjáð
sársaukann í dansi og söng og þannig sýnt kall dauðans. Á þessu
augnabliki, þegar f fígenía fylgir þannig skilyrðislaust hugsimarhætti
föður síns, gefur hún sig dauðanum með fögnuði. Þetta var eitt
þeirra augnablika, sem við eigum sérstaklega erfitt með að skilja.
Það er óskiljanlegt. Við fundum fyrir þessu og lærðum út frá því, að
við urðum að hætta að ætla að skilja allt á æfingatímabilinu. Við
urðum miklu fremur að þróa með okkur hæfileikana, í fyrsta lagi, að
skilja allt sem aðgengilegt var skilningi okkar og að hinu leytinu að
viðurkenna að í sumum andartökum er það mikilvægt að verða ekki
að skilja heldur leyfa sjálfum okkur að hrífast. Þetta atriði í „Ífígeníu"
er án efa eitt þessara andartaka. Hið fallega í þessu öllu er að
Nirupama Nityanandan, sem leikur Ífígeníu, gat þetta. Þetta er ekki
öllum leikumm gefið.
Nirupama Nityanandan leikur Kassöndru í„Agamemnoni". Fórnarlambið
Ífígenía birtistsvo íTroju,sem hertekin ambátt Agamemnons. Undursamleg
umbreyting...
Þetta var ekki frá mér komið. Hún fann sér Kassöndru. Eitt verður
64
Bjartur ogfrú Emilía