Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Page 67
Og um tærleika hinnar leiksviðslegu myndar: í leikhúsi eru hlutimir
ekki eins og í kvikmyndahúsi, þar sem áhorfandinn er aðgerðalaus
oglæturfóðrasigígegnumsogrör. Kostulegt. Égdýrkakvikmyndina,
hún er list sem ég elska af ástríðu. í bíóhúsinu situr maður í hlýju
myrkursins og nafnleysisins og lætur fóðra sig. í leikhúsi aftur á
móti er maður mun minna í myrkrinu, eins og æ oftar er sagt. Og
maður vinnur! Áhorfendur vinna, og byggja leiksviðið. Af þessum
ástæðum held ég að leiksviðið verði að vera eins autt og hægt er, svo
áhorfendur geti fyllt það lífi í öllum þeim myndum, sem leikarinn
væntir frá þeim. Maður má ekki gera hugmyndavinnu 600 áhorfenda
Ariane Mnouchkine við leikstjórn í Ífígeníu í Ális
erfiðari með því að troðfylla leiksviðið... Dr aumur minn væri að geta
tekið ljósmynd af þeim 600 sviðsetningum sem áhorfendur úti í sal
búa til! Oft horfi ég í augu eins áhorfanda og spyr sjálfa mig, hvað sér
hann, þegar Agamemnon talar um fljót eða herinn eða þegar kórinn
lýsir skipum gríska flotans. Hvaða mynd hefur hver einstakur
Tímarit um bókmenntir og leiklist
67