Fréttablaðið - 28.10.2016, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.10.2016, Blaðsíða 4
M ARGFALDUR METSÖLUHÖFUNDUR! www.forlagid.i s | Bókabúð Forlagsins | F i sk i slóð 39 Metsölulisti Eymundsson vika 42 Barnabækur 1. fornleifar Nýtt bæjarstæði frá víkingaöld er fundið á Hofstöðum í Mývatnssveit. Fundurinn er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að fornleifarannsóknir í Hofstaðatún- inu hófust fyrir aldarfjórðungi og eru fáir staðir jafn ítarlega rann- sakaðir með tilliti til fornleifa hér- lendis – án þess að þessar minjar hafi fundist. Fundurinn setur Hof- staði og hlutverk þessa stórbýlis frá víkingaöld í nýtt samhengi og frekari rannsóknir aðkallandi. Orri Vésteinsson, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið mjög á óvart þegar Árni Einarsson, forstöðu- maður Náttúrurannsóknastöðvar- innar við Mývatn, tilkynnti forn- leifafræðingum að hann hefði fundið áður óþekktar tóftir í túninu í sumar – með aðstoð gervihnatta- myndar Google Earth. Uppgröftur um síðustu helgi leiddi í ljós að það sem Árni fann eru að minnsta kosti þrjár tóftir og ein þeirra af landnámsskála [eldaskála] sem var fallinn alllöngu fyrir alda- mótin 1100. Hinn nýfundni skáli er 26 metra langur sem setur hann í flokk með stærstu skálum frá vík- ingaöld, þó hann sé mun minni en hinn sérstaki veisluskáli sem þegar hafði fundist á Hofstaðatúninu og er stærsta hús sem þekkt er hér á landi frá þeim tíma. Veisluskálinn er talinn hafa verið í notkun á milli áranna 950 og 1050. Í túninu er einnig kirkjugarður sem var í notkun frá um 1000 og fram á 13. öld, segir Orri. Nýja bæjarstæðið er aðeins 450 metrum norðan við veisluskálann – og hefur um aldir verið vel falið í þykku kjarri. „Þetta er í raun stór- merkilegt. Þarna er fundið annað bæjarstæði frá sama tíma og veislu- skálinn,“ segir Orri og bætir við að hingað til hafi túlkanir fornleifa- fræðinga gert ráð fyrir að veislu- skálinn væri stök bygging. Fundur- inn kalli því á frekari rannsóknir til að skilja samhengið á milli þessara tveggja staða; hvort um hjáleigu sé að ræða eða sjálfstætt býli og þá hvernig sambandinu var háttað. Eins hvort fleiri slík bæjarstæði gætu leynst í nágrenninu og þarna hafi örlað á þorpsmyndun jafnvel, sem Orri vill ekki útiloka. Fornleifauppgröftur hefur staðið yfir í kirkjugarðinum á Hofstöðum frá því sumarið 1999. Nú þegar hafa leifar tveggja bænhúsa og hátt í 200 beinagrindur frá 11.-15. öld verið grafnar upp. Orri telur lík- legt að þar geti heimilisfólk beggja bæjanna hvílt og sé frábær heimild um lífshætti á staðnum. Hins vegar hafa aldrei fundist kuml á Hof- stöðum. „Þetta þýðir að við verðum að herða enn leit okkar að kumlunum á Hofstöðum. Þau hljóta að vera þarna einhvers staðar. Við erum búin að vera við störf á þessum stað í aldarfjórðung en getum sam- kvæmt þessu verið þarna í hálfa öld í viðbót við rannsóknir,“ segir Orri. svavar@frettabladid.is Merkur fornleifafundur á Hofstöðum Nýtt bæjarstæði er fundið á Hofstöðum í Mývatnssveit – einum mest rannsakaða fundarstað fornminja á Íslandi. Setur þekktar fornminjar á staðnum í nýtt og flóknara samhengi. Kuml hafa þar aldrei fundist en vel á annað hundrað beinagrindur. Þetta er í raun stórmerkilegt. Þarna er fundið annað bæjarstæði frá sama tíma og veisluskálinn. Orri Vésteinsson, prófessor Fundur bæjarstæðisins nýja í landi Hofstaða í Mývatnssveit á sér senni- lega ekki hliðstæðu í íslenskri sögu. Fundarmaðurinn, Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsókna- stöðvarinnar við Mývatn, rak nefni- lega augun í tóftir landnámsskálans þegar hann var að skoða myndir á Google Earth. Árna segist svo frá: „Myndin var tekin eftir vorhretið í maí 2012 og hafði snjó skafið í allar lægðir svo að fornar tóftir og garðlög komu óvenjulega vel fram. Ég var að fara síðustu yfirferð yfir myndina út af korti sem ég er að vinna, og á að sýna garðlögin miklu sem liggja um þingeyskar byggðir þverar og endilangar, m.a. á Hofstöðum. Þegar ég renndi augum yfir Hofstaði – og það var ekki í fyrsta skipti – gat ég ekki betur séð en stærðar skálatóft með „víkingaaldarlagi“ væri í kjarri vöxnum móanum rétt norðan við heimatúnin. Hálftíma seinna var ég kominn þangað. En tóftin var ekki augljós á vettvangi. Þegar betur var að gáð innan um víðirunnana mátti þó greina 25 metra langa laut og líkleg veggjabrot báðum megin. Ég var ekki viss í minni sök fyrr en ég hafði farið þangað aftur með lítinn jarðvegsbor og fundið greinileg merki um gólfskán – lag með mylsnu af viðarkoli og beinum,“ segir Árni. – shá Google Earth vísaði á skálann Það er ekki að undra að tóftirnar í Laxárdal hafi ekki komið fram fyrr – enda á kafi í þykku kjarri. Það þurfti auga gervitungls og glöggs líffræðings til. FréttabLaðið/Orri reykjavík Meðal möguleika sem Reykjavíkurborg skoðar til að stemma stigu við útbreiðslu kanína í Elliðaárdal eru veiðar og bann við að fóðra þær. Á miðvikudaginn var minnisblað lagt fram í umhverfis- og skipulags- ráði Reykjavíkur með hugmyndum að mögulegum aðgerðum til að fækka kanínum í neðanverðum Ell- iðaárdal. Engar ákvarðanir hafa enn verið teknar um aðgerðirnar. Hins vegar er reiknað með að varúðarskilti um kanínur verði sett upp við hjólastíga í Elliðaárdal á næstunni. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hefur tilfellum þar sem árekstr- ar hafa orðið við kanínur farið fjölgandi. Nú síðast fyrir nokkrum vikum varð alvarlegt hjólreiðaslys þar sem hjólreiðamaðurinn varð meðal annars fyrir beinbrotum og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús. Kanínur eru friðaðar samkvæmt lögum um veiðar og vernd dýra. Meðal aðgerða sem lagðar eru til umræðu fyrir umhverfis- og skipu- lagsráð er að kanínum á svæðinu sé fækkað kerfisbundið með veiðum, og þyrfti þá undanþágu frá lögum. Einnig er lagt til að setja strangar reglur um að bannað sé að fóðra kanínurnar í Elliðaárdal. Til að tryggja öryggi er meðal annars lagt til að setja upp sérstök varúðarskilti. Þegar hefur verið rætt við Vegagerðina og lögregluna um að útbúa lága kanínuhelda girðingu meðfram aðreininni sem liggur frá Stekkjarbakka út á Reykjanesbraut. Málið verður skoðað frekar í ráð- inu. Snorri Sigurðsson verkefnis- stjóri, sem ritaði minnisblaðið, segir mikilvægt að ítreka að það sé afar óæskilegt og í raun brot á lögum um velferð dýra að sleppa gælukan- ínum lausum úti í náttúrunni. „Fólk sem vill ekki eiga kanínurn- ar sínar ætti að finna önnur heimili fyrir kanínurnar eða láta svæfa þær á mannúðlegan hátt hjá dýralækni,“ segir Snorri Sigurðsson. – sg Borgaryfirvöld íhuga að fækka kanínum í Elliðaárdal með veiðum Stefnt er að uppsetningu varúðarskilta um kanínur við hjólastíga í Elliðaárdal. Mynd/rEykjavíkurbOrg Fólk sem vill ekki eiga kanínurnar sínar ætti að finna önnur heimili fyrir kanínurnar eða láta svæfa þær. Snorri Sigurðsson, verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurborg Otas eiust que ea nos excerore natiae re ped moloribus ma que nonsero riorumquam 2 8 . o k t ó b e r 2 0 1 6 f Ö S t U D a G U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 2 8 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 1 8 -B B F 8 1 B 1 8 -B A B C 1 B 1 8 -B 9 8 0 1 B 1 8 -B 8 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.