Fréttablaðið - 28.10.2016, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.10.2016, Blaðsíða 2
Veður Suðvestan- og vestanátt, víða 8-13 m/s og skúrir eða él, en yfirleitt þurrt og bjart veður austanlands. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast austast. Hægari vindur og að mestu þurrt um kvöldið. sjá síðu 32 Alls höfðu 20.672 greitt atkvæði utan kjörfundar á landinu öllu og í sendiráðum klukkan tvö í gær. Þar af höfðu 13.002 greitt atkvæði í Reykjavík. Á kjörskrá fyrir alþingiskosningarnar á morgun eru nákvæmlega 246.515 manns. Í Reykjavík var sýslumaður með kjörstað í Perlunni. Fréttablaðið/GVa samfélag „Ísland er ein af fjórum hræðilegum þjóðum sem eru enn að stæra sig af að drepa hvali. Atkvæðið þeirra kom mér lítið á óvart,“ segir ofurstjarnan og dýra- vinurinn Pamela Anderson í samtali við Fréttablaðið. Tillaga um griðasvæði fyrir hvali í Suður-Atlantshafi var felld í Alþjóðahvalveiðiráðinu í vikunni og greiddi Ísland gegn tillögunni eins og 37 aðrar þjóðir. Pamela notar frægð sína og áhrif til að vernda hvali og situr meðal annars í stjórn umhverfissamtakanna Sea Shepard. „Ísland brýtur gegn veiðistöðvun Alþjóðahvalveiðiráðsins og það ætti að beita þessar fjórar þjóðir, Ísland, Danmörku, Noreg og Japan, viðskipta- og efnahagsþvingunum fyrir þessar ólöglegu veiðar,“ segir Pamela. Rúmlega 2,9 milljónir hvala hafi verið drepnar í fyrra, þar af 71 pró- sent þar sem griðasvæði hefði átt að vera. Hvalveiðikvóti Íslands árið 2015 var 154 langreyðar og 229 hrefnur. Pamela sendi í fyrra Vladimír Pútín Rússlandsforseta persónu- lega beiðni um að stöðva för skips með langreyðakjöt frá Íslandi. Þegar Pútín svaraði ekki gekk hún sjálf í málið enda með sterkar skoðanir á hvalveiðum Íslendinga. „Ég er 100 prósent á móti þeim og á síðasta ári fór ég til Rússlands til að reyna að stöðva ferðir skips með íslenskt hvalkjöt. Ísland er eina landið sem veiðir langreyði og stundar ólögleg viðskipti með dýr í útrýmingarhættu. Allt vegna græðgi Kristjáns Loftssonar, sem að mínu viti kallar mikla skömm yfir heila þjóð.“ Sem stjórnarmaður í Sea Shepard er Pamela vel kunnug aðgerðum samtakanna hér á landi 1986 þegar tveimur hvalveiðibátum var sökkt. „Þetta var vel heppnuð aðgerð sem varð til þess að Ísland hætti að veiða hvali í 17 ár. Skipin eru nú á landi sem minnismerki um þessar vel heppnuðu aðgerðir. Paul Wat- son fór til Íslands 1988 og krafðist þess að vera ákærður í tengslum við atvikið en Ísland neitaði að verða við því sem segir mér að Íslend- ingar vissu að kæra myndi afhjúpa ranggjörðir landsins fyrir umheim- inum,“ segir leikkonan sem kveður þau í Sea Shepard viss um að Íslend- ingar rísi upp og setji pressu á stjórn- völd til að enda hin hræðilegu dráp. „Einn maður græðir á hvalveiðum á Íslandi og kallar þannig skömm yfir landið,“ segir Pamela Anderson. benediktboas@365.is Pamela segir Kristján kalla skömm yfir Ísland Ofurstjarnan Pamela Anderson vill að viðskiptaþvingunum verði beitt á Ísland vegna hvalveiða. Anderson segir Kristján Loftsson í Hval hf. þann eina sem græði á veiðunum. Aðgerðir Sea Shepard hér á landi 1986 hafi verið löglegar. Pamela anderson er allt annað en sátt við hvalveiðar Íslands og vonar að þjóðin rísi gegn þeim. Mynd/EMMa dunlaVEy Þúsundir hafa þegar kosið grænland Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð á Grænlandi, nú þegar kjörtímabilið er hálfnað. Kim Kielsen verður áfram for- maður landstjórnarinnar, en hann er leiðtogi Siumut-flokksins. Siumut hefur fengið flokkana Inuit Ataqtigiit og Naleraq til liðs við sig í nýju stjórnina, en Demó- krataflokkurinn og Atassut mega nú hírast í stjórnarandstöðu eftir að hafa verið fyrri hluta kjörtíma- bilsins í stjórn með Siumut. Nýja stjórnin er sammála um að Grænland haldi hiklaust áfram á braut til sjálfstæðis. Á hinn bóginn verða ákvarðanir um úranvinnslu lagðar til hliðar. – gb Stjórnarskipti á Grænlandi Kim Kielsen, verður forsætis- ráðherra áfram stjórnsýsla Starfsleyfi Thorsil fyrir kísilverksmiðju í Helguvík, gefið út af Umhverfisstofnun 2015, hefur verið fellt úr gildi af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Starfsleyfið er ógilt því frestur til að gera athugasemdir við starfsleyfisveit- inguna var fjórum dögum of stuttur. Stofnunin hafði reiknað frestinn út frá birtingu auglýsingar á heimasíðu sinni en reglugerðir kveða á um að slík auglýsing þurfi að birtast í dag- blaði eða staðarblaði. Nefndin segir ekki hægt að útiloka að þá daga sem á vantaði hefðu getað borist athugasemdir sem breyttu ákvörðun Umhverfisstofnunar. – þea Klúðruðu leyfi kísilverksmiðju Leiðtogar þeirra sjö stjórn- málaflokka, sem myndu fá menn kjörna á Alþingi á laugar daginn ef marka má kannanir, mættust á Stöð 2 í gærkvöld. Einna harðast var deilt um Evrópumál. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, sagði réttara að spyrja þjóðina um aðild að ESB frekar en hvort hefja ætti viðræður á ný. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, minnti Bjarna á að hann hefði sjálfur lofað kosningum um áframhaldandi viðræður árið 2013. Sigurður Ingi Jóhannsson, formað- ur Framsóknar, sagði að ESB væri eins og brennandi hús. Þorsteinn Víglundsson, frambjóð- andi Viðreisnar, sagði málið öðru fremur snúast um að krónan væri óhagstæður gjaldmiðill og breytinga væri þörf til að lækka vaxtastig. – þea Formenn ræddu Evrópumálin leiðtogarnir í setti. Fréttablaðið/Ernir Ísland er eina landið sem veiðir langreyði og stundar ólögleg viðskipti með dýr í útrýmingar- hættu. Allt vegna græðgi Kristjáns Loftssonar. Pamela Anderson, leikkona Kristján loftsson, eigandi Hvals hf. 2 8 . o k t ó b e r 2 0 1 6 f Ö s t u d a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 2 8 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 7 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 1 8 -A 8 3 8 1 B 1 8 -A 6 F C 1 B 1 8 -A 5 C 0 1 B 1 8 -A 4 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.