Fréttablaðið - 28.10.2016, Page 2

Fréttablaðið - 28.10.2016, Page 2
Veður Suðvestan- og vestanátt, víða 8-13 m/s og skúrir eða él, en yfirleitt þurrt og bjart veður austanlands. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast austast. Hægari vindur og að mestu þurrt um kvöldið. sjá síðu 32 Alls höfðu 20.672 greitt atkvæði utan kjörfundar á landinu öllu og í sendiráðum klukkan tvö í gær. Þar af höfðu 13.002 greitt atkvæði í Reykjavík. Á kjörskrá fyrir alþingiskosningarnar á morgun eru nákvæmlega 246.515 manns. Í Reykjavík var sýslumaður með kjörstað í Perlunni. Fréttablaðið/GVa samfélag „Ísland er ein af fjórum hræðilegum þjóðum sem eru enn að stæra sig af að drepa hvali. Atkvæðið þeirra kom mér lítið á óvart,“ segir ofurstjarnan og dýra- vinurinn Pamela Anderson í samtali við Fréttablaðið. Tillaga um griðasvæði fyrir hvali í Suður-Atlantshafi var felld í Alþjóðahvalveiðiráðinu í vikunni og greiddi Ísland gegn tillögunni eins og 37 aðrar þjóðir. Pamela notar frægð sína og áhrif til að vernda hvali og situr meðal annars í stjórn umhverfissamtakanna Sea Shepard. „Ísland brýtur gegn veiðistöðvun Alþjóðahvalveiðiráðsins og það ætti að beita þessar fjórar þjóðir, Ísland, Danmörku, Noreg og Japan, viðskipta- og efnahagsþvingunum fyrir þessar ólöglegu veiðar,“ segir Pamela. Rúmlega 2,9 milljónir hvala hafi verið drepnar í fyrra, þar af 71 pró- sent þar sem griðasvæði hefði átt að vera. Hvalveiðikvóti Íslands árið 2015 var 154 langreyðar og 229 hrefnur. Pamela sendi í fyrra Vladimír Pútín Rússlandsforseta persónu- lega beiðni um að stöðva för skips með langreyðakjöt frá Íslandi. Þegar Pútín svaraði ekki gekk hún sjálf í málið enda með sterkar skoðanir á hvalveiðum Íslendinga. „Ég er 100 prósent á móti þeim og á síðasta ári fór ég til Rússlands til að reyna að stöðva ferðir skips með íslenskt hvalkjöt. Ísland er eina landið sem veiðir langreyði og stundar ólögleg viðskipti með dýr í útrýmingarhættu. Allt vegna græðgi Kristjáns Loftssonar, sem að mínu viti kallar mikla skömm yfir heila þjóð.“ Sem stjórnarmaður í Sea Shepard er Pamela vel kunnug aðgerðum samtakanna hér á landi 1986 þegar tveimur hvalveiðibátum var sökkt. „Þetta var vel heppnuð aðgerð sem varð til þess að Ísland hætti að veiða hvali í 17 ár. Skipin eru nú á landi sem minnismerki um þessar vel heppnuðu aðgerðir. Paul Wat- son fór til Íslands 1988 og krafðist þess að vera ákærður í tengslum við atvikið en Ísland neitaði að verða við því sem segir mér að Íslend- ingar vissu að kæra myndi afhjúpa ranggjörðir landsins fyrir umheim- inum,“ segir leikkonan sem kveður þau í Sea Shepard viss um að Íslend- ingar rísi upp og setji pressu á stjórn- völd til að enda hin hræðilegu dráp. „Einn maður græðir á hvalveiðum á Íslandi og kallar þannig skömm yfir landið,“ segir Pamela Anderson. benediktboas@365.is Pamela segir Kristján kalla skömm yfir Ísland Ofurstjarnan Pamela Anderson vill að viðskiptaþvingunum verði beitt á Ísland vegna hvalveiða. Anderson segir Kristján Loftsson í Hval hf. þann eina sem græði á veiðunum. Aðgerðir Sea Shepard hér á landi 1986 hafi verið löglegar. Pamela anderson er allt annað en sátt við hvalveiðar Íslands og vonar að þjóðin rísi gegn þeim. Mynd/EMMa dunlaVEy Þúsundir hafa þegar kosið grænland Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð á Grænlandi, nú þegar kjörtímabilið er hálfnað. Kim Kielsen verður áfram for- maður landstjórnarinnar, en hann er leiðtogi Siumut-flokksins. Siumut hefur fengið flokkana Inuit Ataqtigiit og Naleraq til liðs við sig í nýju stjórnina, en Demó- krataflokkurinn og Atassut mega nú hírast í stjórnarandstöðu eftir að hafa verið fyrri hluta kjörtíma- bilsins í stjórn með Siumut. Nýja stjórnin er sammála um að Grænland haldi hiklaust áfram á braut til sjálfstæðis. Á hinn bóginn verða ákvarðanir um úranvinnslu lagðar til hliðar. – gb Stjórnarskipti á Grænlandi Kim Kielsen, verður forsætis- ráðherra áfram stjórnsýsla Starfsleyfi Thorsil fyrir kísilverksmiðju í Helguvík, gefið út af Umhverfisstofnun 2015, hefur verið fellt úr gildi af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Starfsleyfið er ógilt því frestur til að gera athugasemdir við starfsleyfisveit- inguna var fjórum dögum of stuttur. Stofnunin hafði reiknað frestinn út frá birtingu auglýsingar á heimasíðu sinni en reglugerðir kveða á um að slík auglýsing þurfi að birtast í dag- blaði eða staðarblaði. Nefndin segir ekki hægt að útiloka að þá daga sem á vantaði hefðu getað borist athugasemdir sem breyttu ákvörðun Umhverfisstofnunar. – þea Klúðruðu leyfi kísilverksmiðju Leiðtogar þeirra sjö stjórn- málaflokka, sem myndu fá menn kjörna á Alþingi á laugar daginn ef marka má kannanir, mættust á Stöð 2 í gærkvöld. Einna harðast var deilt um Evrópumál. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, sagði réttara að spyrja þjóðina um aðild að ESB frekar en hvort hefja ætti viðræður á ný. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, minnti Bjarna á að hann hefði sjálfur lofað kosningum um áframhaldandi viðræður árið 2013. Sigurður Ingi Jóhannsson, formað- ur Framsóknar, sagði að ESB væri eins og brennandi hús. Þorsteinn Víglundsson, frambjóð- andi Viðreisnar, sagði málið öðru fremur snúast um að krónan væri óhagstæður gjaldmiðill og breytinga væri þörf til að lækka vaxtastig. – þea Formenn ræddu Evrópumálin leiðtogarnir í setti. Fréttablaðið/Ernir Ísland er eina landið sem veiðir langreyði og stundar ólögleg viðskipti með dýr í útrýmingar- hættu. Allt vegna græðgi Kristjáns Loftssonar. Pamela Anderson, leikkona Kristján loftsson, eigandi Hvals hf. 2 8 . o k t ó b e r 2 0 1 6 f Ö s t u d a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 2 8 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 7 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 1 8 -A 8 3 8 1 B 1 8 -A 6 F C 1 B 1 8 -A 5 C 0 1 B 1 8 -A 4 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.