Fréttablaðið - 28.10.2016, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 28.10.2016, Blaðsíða 12
Mögulegir þingmeirihlutar Sjálfstæðisflokkur (18), Píratar (12) og Vinstri græn (11) Þingmenn: 41 Þingmeirihluti: +10 * MeirihlutaSaMStarf þriggja flokka MeirihlutaSaMStarf fjögurra flokka án SjálfStæðiSflokkS Samkvæmt könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var 25. og 26. október 2016. Hringt var í 2.206 en 1.564 svör fengust. Þar af tóku 1.152 afstöðu til könnunarinnar, eða 70,9%. Einungis Sjálfstæðisflokkurinn, með átján þingmenn samkvæmt könnuninni, getur myndað þriggja flokka þingmeirihluta. Píratar hafa 12 þingmenn og Vinstri græn 11, Framsókn er með 8, Viðreisn með 7, Björt framtíð með 4 og Samfylking með 3. Einungis Píratar og Vinstri græn geta myndað fjögurra flokka þingmeirihluta saman án þátttöku Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkur (18), Píratar (12) og Viðreisn (7) Þingmenn: 33 Þingmeirihluti: +2 * framsóknarflokkur (8) í stað Vinstri grænna Þingmeirihluti: +7 * Viðreisn (7) í stað Vinstri grænna Þingmeirihluti: +6 * Björt framtíð (4) í stað Vinstri grænna Þingmeirihluti: +3 * Samfylking (3) í stað Vinstri grænna Þingmeirihluti: +2 * Píratar (12) Vinstri græn (11) Viðreisn (7) Samfylking (3) Þingmenn: 33 Þingmeirihluti: +2 * Píratar (12) Vinstri græn (11) Viðreisn (7) Björt framtíð (4) Þingmenn: 34 Þingmeirihluti: +3 * Píratar (12) Vinstri græn (11) framsóknarflokkur (8) Björt framtíð (4) Þingmenn: 35 Þingmeirihluti: +4 * Píratar (12) Vinstri græn (11) Framsóknarflokkur (8) Samfylking (3) Þingmenn: 34 Þingmeirihluti: +3 * Björt framtíð (4) í stað Framsóknarflokks Þingmeirihluti: +2 * Samfylking (3) í stað Framsóknarflokks Þingmeirihluti: +1 * Sjálfstæðisflokkur (18), Píratar (12) og framsóknarflokkur (8) Þingmenn: 37 Þingmeirihluti: +6 * Viðreisn (7) í stað Framsóknarflokks Þingmeirihluti: +5 * Ég sé það ómögu- lega fyrir mér. Ég segi það hér og nú. Það verður ekki slík ríkisstjórn. Það verður ekki ríkisstjórn Fram- sóknar, Sjálf- stæðisflokks og Viðreisnar eftir kosningar. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar Sjálfstæðisflokkur og Píratar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að flokkurinn muni síst ná saman með Pírötum. Þetta kom fram í Morgunútvarpi Rásar 2 fyrr í vikunni en einnig í viðtali Bjarna við Bloomberg-fréttastofuna í ágúst. Róttækar hugmyndir Pí- rata um kerfisbreytingar eru eitt helsta bitbeinið þegar kemur að málefnunum, þar á meðal hugmyndir Pírata um að setja kvótann á markað og koma á nýrri stjórnarskrá. Birgitta Jóns- dóttir hefur margítrekað að samstarf með Sjálfstæðisflokki komi ekki til greina. Heimildir Fréttablaðsins herma þó að Bjarni og Birgitta nái illa saman persónulega og sé það jafnvel enn frekar ástæða þess að flokkarnir muni aldrei setjast niður og reyna að ná saman um málefnin. Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn Sú saga gekk fjöllunum hærra að á fundi í Grímsey fyrir skömmu hefði Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður Vinstri grænna, sagt flokkinn stefna að samstarfi með Sjálf- stæðisflokki eftir kosningar. Þessu svaraði Steingrímur og sagði orðróminn uppspuna og lygar frá rótum. Flokksþing Vinstri grænna hefur enda ályktað gegn samstarfi við Sjálfstæðisflokk- inn og fólk í efstu röðum innan VG sagt að samstarf með Sjálf- stæðisflokknum yrði pólitískt sjálfsmorð. Flokksmenn gætu aldrei samþykkt það. VG-liði sem rætt var við sagði að Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson gætu unnið vel saman í kjörbúð eða leikskóla, en það væri ekkert sem sameinaði þau þegar kæmi að ákvarðanatöku á Alþingi eða í ríkisstjórn. Píratar og Vinstri græn Píratar og Vinstri græn hafa lýst yfir vilja til meirihlutasamstarfs eftir kosningar. Flokkarnir tveir hafa unnið þokkalega saman á kjörtímabilinu. Þingmannahópur Pírata verður aftur á móti mjög reynslulítill með aðeins þrjá sitjandi þingmenn en átta nýja þingmenn sem litla sem enga reynslu hafa af stjórnmál- um. Sú staðreynd þykir gera flokkinn óöruggari til ríkisstjórnar- samstarfs. Samfylking og Björt framtíð geta ekki setið saman í fjögurra flokka stjórn undir forystu Pírata eða Vinstri grænna því slík stjórn næði ekki meirihluta. Sú stjórn sem teiknuð hefur verið upp hingað til nær einungis 30 þingmönnum sam- kvæmt könnuninni. Samfylkingin er í raunverulegri hættu á að falla út af þingi með 5,6 prósent fylgi. * Samanlagður fjöldi þingmanna umfram 31. Til að mynda meirihlutastjórn þarf 32 þingmenn að lágmarki (+1). Sjálfstæðisflokkur er að styrkja stöðu sína meðal kjósenda á loka- dögum kosningabaráttunnar samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Píratar, Vinstri græn, Samfylking og Björt framtíð lýstu í gær yfir vilja til að starfa saman að loknum kosningum. Yfirlýsingin er afrakstur tveggja funda þessara flokka sem Píratar boðuðu til fyrir tæpum tveimur vikum. Fjögurra flokka ríkisstjórn þessara framboða er þó ekki möguleg verði úrslit kosning- anna í samræmi við könnunina. Ýmislegt bendir til þess að Pírat- ar fái minna fylgi en mælingar hafa sagt til um. Þeir sögðust í tilkynn- ingu í gær vera tilbúnir að víkja frá kröfu sinni um styttra kjörtímabil. Píratar mælast með 33 prósenta fylgi í aldurshópnum 18-24 ára í nýju skoðanakönnuninni. Fylgið fer dalandi upp úr þeim aldri og fer lægst í 7 prósent í elsta aldurs- hópnum. Sterkar vísbendingar eru um að ungt fólk mæti síður á kjörstað sem væri þannig verulegt áfall fyrir Pírata. Í kosningabaráttunni hefur hins vegar lítið borið á því að Píratar hvetji ungt fólk sérstaklega til að mæta á kjörstað. „Það er heilmikil óvissa um það hvort stjórnarandstöðuflokkarnir, sem nú hafa lýst yfir vilja til að mynda ríkisstjórn, nái meirihluta. Það er athyglisvert að Sjálfstæðis- flokkurinn virðist vera að styrkja stöðu sína,“ segir Baldur Þórhalls- son, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Baldur segir óljóst hvort það sé útspil Pírata um stjórnarmyndunar- viðræður fyrir kosningar sem sé að styrkja stöðu Sjálfstæðisflokksins. „Það gæti verið ástæðan. Ástæðan gæti líka verið að Sjálfstæðisflokkur- inn hefur verið nokkuð áberandi í umræðunni og Bjarni Benedikts- son verið áberandi í fjölmiðlum undanfarna daga. Svo notar Sjálf- stæðisflokkurinn að hann sé mót- vægi við vinstristjórn. Útspil Pírata dregur fram þessar tvær andstæður í íslenskum stjórnmálum með mjög skýrum hætti. Það gæti verið að styrkja stöðu Sjálfstæðisflokksins án þess að við vitum það,“ segir Baldur. Guðni Th. Jóhannesson, nýr for- seti lýðveldisins, sagði við Frétta- blaðið daginn eftir kjör sitt að snúið gæti reynst að mynda ríkisstjórn. „Forseti ákveður hver skuli fyrst spreyta sig við myndun ríkisstjórn- ar. Það þarf ég að gera á grundvelli þess sem stjórnmálaleiðtogar segja mér eftir kosningar og á grundvelli þess hvern ég tel líklegastan til að geta myndað ríkisstjórn. Það þarf ekki að vera leiðtogi stærsta flokks- ins, það þarf ekki að vera leiðtogi þess sem mest hefur unnið á. Það þarf einfaldlega að vera byggt á mati forsetans,“ sagði Guðni þá. Sjálfstæðisflokkurinn er nokkuð einangraður fyrir kosningarnar. Formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, hefur sagt að flokkur hennar eigi ekki samleið með núverandi stjórnarflokkum. Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingar, sagði í viðtali við Kjarnann að hún myndi aldrei starfa með Sjálfstæðisflokknum og Birgitta Jónsdóttir hefur verið skýr í afstöðu sinni gegn flokknum. Þá hefur Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, útilokað að flokkurinn verði þriðja hjólið í sam- starfi núverandi stjórnarflokka. Vinstristjórnin virðist ekki í kortunum Komandi stjórnarmyndunarviðræður gætu orðið þær flóknustu í lýðveldissögunni. Könnun fréttastofu 365 bendir til þess að þeir fjórir flokkar sem lýstu yfir vilja til samstarfs í gær verði að taka annan flokk til viðbótar með í fimm flokka stjórn eftir kosningar, ætli flokkarnir fjórir að mynda ríkisstjórn saman. Sjálfstæðisflokkurinn er einangraður en afgerandi stærstur samkvæmt nýju könnuninni.   Snærós Sindradóttir snaeros@frettabladid.is Kosningar 2016 Útspil Pírata dregur fram þessar tvær andstæður í íslenskum stjórnmálum með mjög skýrum hætti. Það gæti verið að styrkja stöðu Sjálfstæðis- flokksins án þess að við vitum það. Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræði- prófessor Það þarf ekki að vera leiðtogi stærsta flokksins, það þarf ekki að vera leiðtogi þess sem mest hefur unnið á. Það þarf einfaldlega að vera byggt á mati forsetans. Guðni Th. Jóhannes- son, forseti Íslands 2 8 . o K t ó b e r 2 0 1 6 F Ö S t U D A G U r12 F r é t t i r ∙ F r é t t A b L A ð i ð 2 8 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 7 2 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 1 8 -F 2 4 8 1 B 1 8 -F 1 0 C 1 B 1 8 -E F D 0 1 B 1 8 -E E 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 A F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.