Fréttablaðið - 28.10.2016, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.10.2016, Blaðsíða 16
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Sara McMahon sara@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Hafliði Helgason haflidi@frettabladid.is Undanfarin ár hafa verið viðburðarík. Margt hefur breyst til hins betra í samfélaginu vegna víðtækra aðgerða sem ráðist var í á kjörtíma­ bilinu, heimilum og þjóð til heilla. Þar fóru saman orð og efndir. Ber þar hæst Leiðréttinguna, afléttingu hafta og uppgjör slitabúa fallinna banka. Allt mál sem skiptu gríðarlegu máli fyrir velferð þjóðarinnar. Má fullyrða að efnahagslegt sjálfstæði okkar hafi verið endurheimt; við stóðum fast á rétti okkur þótt hart hafi verið að okkur sótt. Til þess þurfti kjark og óhefð­ bundnar leiðir. Framsóknarmenn hræðast ekki að taka á erfiðum málum. Við setjum okkur skýr markmið og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að ná í áfangastað. Fram­ sóknarflokkurinn fagnar nú 100 ára afmæli en mark­ mið hans hefur alltaf verið það sama; að bæta lífskjör allra sem hér búa. Lægri skatta á meðaltekjur Nú taka við ný verkefni. Við þurfum að efla enn frekar mátt hins almenna launamanns með því að lækka skatta á meðaltekjur. Við þurfum að endurskoða peningamálastefnuna því vextir eru of háir á Íslandi. Þeir voru háir í aðdraganda bankahrunsins, rétt eftir það og eru enn. Þessi tvö mál munu skila heimilum og atvinnulífi miklum ávinningi. En til þess að koma þeim á rekspöl þurfum við að halda áfram á braut framfara og ábyrgrar stjórnunar í efnahagsmálum og með því tryggja stöðugleika. Það gengur vel og nú er ekki rétti tíminn fyrir kollsteypu. Val kjósenda stendur um áframhaldandi trausta efnahagsstjórn og kraftmikið atvinnulíf öllum til heilla, eða endurnýjaða vinstri stjórn með stuðningi Pírata. Manngildi ofar auðgildi Fyrsta hreina vinstri stjórnin klauf þjóðina í herðar niður með umsókn að Evrópusambandinu og margt bendir til þess að nú eigi að endurtaka þann leik. Manngildi ofar auðgildi er leiðarstef Framsóknar­ flokksins. Því verður haldið til haga. Ég hvet kjósendur til að kjósa með sínum hagsmunum. Tryggjum stöðugleika Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og formaður Framsóknar- flokksins Framsóknar- menn hræðast ekki að taka á erfiðum málum. Við setjum okkur skýr mark- mið og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að ná í áfangastað. 89% af lesendum dagblaða* á höfuðborgarsvæðinu á aldursbilinu 18–49 ára lesa Fréttablaðið daglega. *Fréttablaðið og Morgunblaðið. Heimild : Prentmiðlamæling Gallup júl.-sep. 2016 Það er alltaf áhugavert að fylgjast með síðustu útspilum frambjóðenda fyrir kosningar. Staða þeirra ræður miklu um hvaða herfræði er beitt á síðustu metr­unum.Þetta var nokkuð skýrt í forseta­ kosningum þar sem núverandi forseti hafði yfir­ burðastöðu og því skiljanlegt að fremur væri reynt að forðast mistök en að koma með afgerandi útspil inn í lokabaráttuna. Staða flokka fyrir þessar kosningar er líklega sú að allir telja sig geta sótt meira. Útspil Pírata um vinstristjórn fellur vel að markhópi Vinstri grænna og með því skapar flokkurinn sér sterkustu stöðuna þeim megin pólitíkur, jafnvel þótt frum­ kvæðið hafi verið Pírata. Samfylkingin var í þröngri stöðu, en kannski ekki mörg sóknarfæri að finna í því að gangast inn á slíkt bandalag. Spurningin um hvort flokkurinn lifi kosningarnar af yfirleitt er líklegust til að skila fylgis­ bata á lokametrunum. Björt framtíð hafði mestu að tapa á því að hefja slíkar viðræður. Það virðist hafa verið marktæk hreyfing fylgis til þeirra vegna andstöðu við búvöru­ samninga. Líklegt er að það fylgi tilheyri frekar frjáls­ lyndum kjósendum en mjög vinstrisinnuðum. Frá því að viðræður hófust hefur í raun bara verið gerð ein könnun sem er að öllu leyti tekin eftir útspil Pírata, en það er könnun Fréttablaðsins sem birtist á miðvikudag. Sú könnun, með öllum þeim fyrir­ vörum sem gilda um kannanir, sýndi fylgissveiflu frá Bjartri framtíð til Viðreisnar. Könnun sem birt var í kosningaþætti Stöðvar 2 í gær og í Fréttablaðinu í dag er viðbót við þá könnun og bendir til að útspil um vinstristjórn hefur fremur dregið úr fylgi Pírata og Bjartrar framtíðar. Þetta útspil virðist hafa skerpt línur og fært stjórnarflokkunum vopn. Einkum Sjálf­ stæðisflokknum. Hitt er svo annað að ekkert liggur fyrir um hversu sterkur vilji er til þessa hjónabands. Yfirlýsing flokk­ anna í gær eftir viðræður þeirra á milli fól ekki í sér miklar skuldbindingar. Ef það hefði verið skýr vilji þessara flokka að fara með ríkari skuldbindingar inn í þessar kosningar hefði hún þurft að vera mun afdráttarlausari, en eftirspurnin virðist minni en þessir flokkar gerðu sér vonir um. Skoðanakönnun blaðsins í dag bendir ekki til þess að hægt verði að mynda vinstri stjórn þeirra flokka sem rætt hafa saman. Jafnvel þótt skekkjumörk könnunarinnar væru þeim í hag eða hreyfing fylgis þeim hagstæð á lokametrum kosninga, yrði slíkur meirihluti fremur tæpur. Það má því búast við flókinni stöðu eftir kosningar miðað við kannanir. Fyrirvarinn er þó sá að rann­ sóknir sýna að vaxandi hluti kjósenda gerir ekki fylli­ lega upp hug sinn fyrr en í kjörklefanum. Hjónaband án skuldbindinga Björt framtíð hafði mestu að tapa á því að hefja slíkar viðræður. Það virðist hafa verið mark- tæk hreyfing fylgis til þeirra vegna and- stöðu við búvörusamn- inga. Líklegt er að það fylgi tilheyri frekar frjálslyndum kjósendum en mjög vinstri- sinnuðum. Sér grefur gröf Samsteypublokk stjórnarand- stöðuflokka á þingi ætlar að reyna að mynda ríkisstjórn fái þeir meirihluta þingsæta á morgun. Eins og skoðanakannanir líta út eru tveir flokkar nokkuð stönd- ugir á meðan þeir þurfa að treysta á tvo örflokka sér til halds og trausts. Samfylkingin ætlar sér sem sagt að fara inn í ríkisstjórn með um 6 prósenta fylgi og fjóra þingmenn kjörna. Það er segin saga að stjórnarflokkar tapa á veru í ríkisstjórn. Því gæti farið svo að ný ríkisstjórn vinstriflokkanna, sem sæti á ábyrgð Samfylkingar, yrði hennar banabiti. Flokkurinn mun ekki standast þá þolraun. Skrímsladeildin virk Eftir að Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson mynduðu nýja ríkisstjórn í apríl hafa hægrimenn ekki viljað ræða þá staðreynd að bæði formaður og varaformaður flokksins höfðu tengsl við aflandsfélög í alræmd- um skattaskjólum. Vona þeir að fenni fljótt í þau spor. Þegar það hefur borið á góma hafa menn iðulega sagt að nú þurfi menn að horfa fram á veginn. Eftir hrunið töluðu hægrimenn mikið um að líta ekki í baksýnisspegla heldur halda ótrauð áfram. Baksýnis- speglar væru ekki til þess fallnir að hjálpa til. Síðan gerast þau undur og stórmerki að menn fara að dreifa fimm ára gömlum fréttum um Smára McCarthy og skjöl Wikileaks. sveinn@frettabladid.is 2 8 . o k t ó b e r 2 0 1 6 F Ö S t U D A G U r16 S k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð i ð SKOÐUN 2 8 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 7 2 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 1 8 -C A C 8 1 B 1 8 -C 9 8 C 1 B 1 8 -C 8 5 0 1 B 1 8 -C 7 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.