Fréttablaðið - 28.10.2016, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.10.2016, Blaðsíða 6
stjórnsýsla Gunnar Bragi Sveins- son, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, hefur tilnefnt Sjöfn Sigur- gísladóttur, fyrrverandi forstjóra Matís ohf., í stjórn félagsins í stað Brynhildar Davíðsdóttur. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær var Brynhildur kjörin í stjórn Matís á aðalfundi í síðustu viku samkvæmt tilnefningu Gunnars Braga þrátt fyrir að hún hefði ekki léð máls á því að setjast í stjórnina. Brynhildur var kjörin formaður stjórnarinnar. Þess má geta að hún er formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. „Mér urðu á smávægileg mistök. Ég taldi mig hafa jáyrði frá einstakl- ingi í formennskuna. Það reyndist rangt,“ segir Gunnar Bragi. Friðrik Friðriksson, formaður stjórnar Matís þar til í síðustu viku, sagði í Fréttablaðinu í gær að boða þyrfti nýjan aðalfund og kjósa alla stjórnarmenn að nýju. Vísaði hann til samþykkta félagsins og til laga. Þessu hafnar ráðuneytið. „Hefur ráðherra óskað eftir því að stjórn Matís kalli saman hluthafafund við fyrsta tækifæri þar sem kosn- ing þeirra sex stjórnarmanna sem kosnir voru á aðalfundinum verður staðfest og jafnframt kosinn einn nýr stjórnarmaður,“ segir í tilkynn- ingu ráðuneytisins. – gar, srs Tilnefnir Sjöfn í stað Brynhildar Komust ekki í gám Tugir ungmenna sváfu undir berum himni í fyrrinótt í flóttamannabúðunum í Calais í Frakklandi, þar eð ekki var pláss fyrir þau í gámum ætluðum 1.500 ungmennum sem enn voru þar. Flest vilja til Bretlands þar sem þau eiga mörg ættingja en óvissa ríkir um örlög þeirra. Nordicphotos/AFp sjávarútvegur Samherji birti í gær laun sjómanna og vélstjóra hjá fyrirtækinu sem sýna að meðallaun háseta eru frá 100 til 200 þúsund krónur á dag og laun vélstjóra á bilinu 150 til 300 þúsund á dag. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, fagnar því að fyrirtækið birti laun starfsmanna og óskar eftir því að öll fyrirtækin geri slíkt hið sama. „Það er frábært að fá þessar tölur fram og ég hvet öll útgerðarfyrir- tæki til að gera slíkt hið sama. Því það eru ekki sömu laun hjá öllum útgerðum. Laun sjómanna hjá Sam- herja eru ekki meðallaun sjómanna á Íslandi, því fer fjarri,“ segir Val- mundur. „Samherji er stórt fyrir- tæki með gríðarlega mikinn kvóta og alls ekki hefðbundið íslenskt útgerðarfyrirtæki.“ Þorsteinn Már Baldursson, for- stjóri Samherja, segir það óskandi að sátt náist í deilunni fyrir 10. nóv- ember. „Verkföll bitna alltaf á öllum aðilum, bæði útgerðaraðilum sem og sjómönnum sjálfum þar sem þeir verða launalausir á meðan. Landvinnsla mun stöðvast hjá okkur með tilheyrandi tapi,“ segir Þorsteinn Már og telur ekki ráðlegt að yfirvöld skerist í leikinn. „Það er alls ekki óskastaða að lög verði sett á verkfallið. Það er skylda okkar að leysa deiluna okkar á milli og það munum við gera,“ bætir Þorsteinn Már við. Hjá Samherja eru meðallaun með orlofi allt frá 20 milljónum króna á ári upp í um 40 milljónir á ári miðað við um 200 úthaldsdaga á ári. Að auki er greitt orlof ofan á það kaup. „Íslendingar eru í forystu í sjávarútvegi í heiminum í dag. Við Íslendingar gerum meiri verðmæti úr okkar þorski en allir aðrir og Samherji birtir laun sjómanna Árslaun sjómanna Samherja í fyrra voru frá 20 milljónum króna upp í 65 milljónir. Formaður Sjómanna- sambandsins fagnar því að Samherji birti laun starfsmanna. Forstjórinn vill ekki lög á verkfallsaðgerðir. sjöfn sigurgísladóttir, doktor í matvælafræði hlutur háseta hjá samherja Úthaldsdagar Laun m/orlofi Laun á úthaldsdag Uppsjávarveiðar 208 40.479.569 194.510 Ferskfiskveiðar 200 19.747.081 98.776 Ferskt og frysting 265 25.331.220 95.758 ✿ laun háseta og vélstjóra hjá samherja árið 2015 hlutur yfirvélstjóra hjá samherja Úthaldsdagar Laun m/orlofi Laun á úthaldsdag Uppsjávarveiðar 208 64.233.364 308.651 Ferskfiskveiðar 200 29.620.622 148.162 Ferskt og frysting 265 39.182.502 148.121 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri samherja, segir verkföll bitna á öllum, bæði útgerð og sjómönnum. FréttABLAðið/AUðUNN vinnum fiskinn meira en almennt gerist. Við ættum að meta hvernig við stöndum okkur sem í þessari grein störfum og hverju hún skilar til þjóðarbúsins,“ segir Þorsteinn Már. sveinn@frettabladid.is svÍÞjóÐ Fyrsta sænska umboðs- skrifstofan fyrir staðgöngumæðrun, Nordic Surrogacy, tekur allt að 900 þúsund sænskra króna, eða um 11,7 milljónir íslenskra króna, fyrir aðstoð við þá sem vilja eignast barn með hjálp eggjagjafa og staðgöngu- móður. Gert er ráð fyrir samvinnu við staðgöngumæður í Úkraínu eða í Bandaríkjunum. Sænska ríkissjónvarpið segir Nord ic Surrogacy umboðsskrifstofu fyrir ísraelska fyrirtækið Tammuz. Kostnaðurinn er sagður vera 550 til 900 þúsund sænskar krónur. Fer upphæðin eftir því hvar staðgöngu- mæðurnar búa. Konur í Úkraínu fá 20 prósent af upphæðinni en í Bandaríkjunum fá staðgöngumæð- urnar um 30 prósent. – ibs Tólf milljónir fyrir staðgöngu Umboðsskrifstofa greiðir 20 prósent til staðgöngumæðra. Nordicphotos/GEttY lögreglumál Lík fannst í fjörunni í Grindavík á miðvikudag. Nærri fundarstaðnum fannst brak úr franskri skútu sem ekkert hafði spurst til síðan í sumar þar til neyðar boð bárust frá henni í gær. Þetta staðfestir lögreglan á Suður- nesjum í samtali við fréttastofu. Líkið fannst um klukkan níu en björgunarsveitir höfðu leitað að skútunni fyrr um morguninn eftir að neyðarboðin bárust. Líkið er talið af skipstjóra skútunnar sem hefur verið saknað frá því í sumar. – þea Lík skútumanns fannst í fjörunni Laun sjómanna hjá Samherja eru ekki meðallaun sjómanna á Íslandi, því fer fjarri. Valmundur Val- mundsson, for- maður Sjómanna- sambands Íslands 2 8 . o k t ó b e r 2 0 1 6 F ö s t u D a g u r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a Ð i Ð 2 8 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 1 8 -C F B 8 1 B 1 8 -C E 7 C 1 B 1 8 -C D 4 0 1 B 1 8 -C C 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.