Fréttablaðið - 28.10.2016, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 28.10.2016, Blaðsíða 50
2 8 . o k t ó b e r 2 0 1 6 F Ö S t U D A G U r26 S p o r t ∙ F r É t t A b L A ð i ð FH 2016 kr 2003 Valur 1987 7 mörk FH 2015 kA 1989 9 mörk Stjarnan 2014 kr 2011 kr 2002 kr 1999 11 mörk kr 2013 ÍA 1996 Víkingur 1991 13 mörk ÍA 2001 ÍA 1995 ÍA 1992 15 mörk 17 mörk FH 2006 FH 2004 ÍA 1984 8 mörk Fram 1990 10 mörk FH 2012 FH 2009 Valur 2007 Fram 1988 Valur 1985 12 mörk breiðablik 2010 FH 2009 kr 2000 ÍA 1994 14 mörk FH 2005 ÍbV 1998 16 mörk 18 mörk ÍbV 1997 ÍA 1993 Fram 1986 19 mörk ✿ Markafjöldi markahæstu leikmanna Íslandsmeistaraliðanna 1984-2016 ✿ Meistaraliðin 1984-2016 án tíu marka manns Markahæstur: Atli Viðar Björnsson 7 mörk Markahæstur: Steven Lennon 9 mörk Markahæstur: Tryggvi Guðmundsson 8 mörk Markahæstur: Allan Borgvardt 8 mörk Markahæstir: Arnar Gunnlaugsson 7 mörk Veigar Páll Gunnarsson 7 mörk Markahæstur: Anthony Karl Gregory 8 mörk Markahæstur: Sigurjón Kristjánsson 7 mörk Markahæstur: Hörður Jóhannesson 8 mörk 1984 1987 1989 2003 2004 2006 2015 2016 Sókn: 1. sæti Vörn: 2. sæti Sókn: 4. sæti Vörn: 1. sæti Sókn: 1. sæti Vörn: 1. sæti Sókn: 4. sæti Vörn: 5. sæti Sókn: 2. sæti Vörn: 1. sæti Sókn: 1. sæti Vörn: 1. sæti Sókn: 1. sæti Vörn: 4. sæti Sókn: 4. sæti Vörn: 1. sæti FótboLti Því verður seint haldið fram að sóknin hafi unnið Íslandsmeistara- titilinn fyrir FH í sumar. Þrjú lið skor- uðu fleiri mörk en Hafnarfjarðar- liðið og FH-liðið skoraði meira en eitt mark í aðeins 41 prósenti leikja sinna. Varnarleikurinn og mark- varslan voru aðal liðsins og FH- ingar komust upp með að skora fimmtán mörkum færra en tíma- bilið á undan. FH-liðið skoraði ellefu mörkum færra en nágrannar þeirra úr Garðabænum sem voru markahæsta lið sumarsins í Pepsi- deildinni. Þrátt fyrir þessa „lélegu“ markatölfræði var Íslandsmeistara- bikarinn kominn í Kaplakrika fyrir síðustu tvær umferðirnar. Hinn 36 ára gamli Atli Viðar Björnsson varð markahæsti leik- maður Íslandsmeistaraliðs FH með sjö mörk. Annað árið í röð unnu FH-ingar því Íslandsmeistaratitilinn án þess að eiga tíu marka mann. Árið á undan var Steven Lennon markahæstur FH-inga með 9 mörk en Atli Viðar skoraði þá 8 mörk. FH eyðir mýtunni um tíu marka manninn FH-ingar urðu annað árið í röð Íslandsmeistarar í Pepsi-deild karla án þess að hafa tíu marka mann innan sinna raða. Skagamenn náðu því á níunda ára- tugnum en síðan eru liðin meira en þrjátíu ár. Gull-, silfur- og bronsskórnir fóru til liða sem voru ekki í hópi fjögurra efstu liða Pepsi-deildarinnar. ÍA, lið markakóngsins Garðars Gunnlaugs- sonar, endaði í áttunda sæti. Garðar Gunnlaugsson varð þar með fyrsti markakóngurinn í sex ár sem var ekki í liði sem endaði í efri hluta deildarinnar. Eitt er að vinna Íslandsmeistara- titilinn einu sinni án þess að hafa afgerandi markaskorara en annað að gera það tvö ár í röð eins og FH-ing- ar hafa gert undanfarin tvö tímabil. FH varð fyrsta liðið í 30 ár sem vinnur titilinn tvö ár í röð án þess að vera með tíu marka mann. Skaga- menn afrekuðu það líka tvö ár í röð, 1983 og 1984. Engin önnur lið hafa náð því síðan farið var að spila tvö- falda umferð í deildinni 1959. Frá því að þriggja stiga reglan var tekin upp 1984 hafa enn fremur aðeins átta lið orðið Íslandsmeist- arar án þess að vera með tíu marka mann. 33 lið hafa unnið titilinn á þessum tíma og því hafa 76 prósent þeirra verið með tíu marka mann. Hvort FH-ingar hafi með þessu eytt mýtunni um nauðsyn tíu marka mannsins er önnur saga enda hefur engu öðru félagi en FH tekist þetta undanfarin þrettán ár. Styrkleiki FH-liðsins liggur í breidd marka- skorara liðsins. Þrátt fyrir átta Íslandsmeistaratitla á tólf árum hefur FH átt jafn marga markakónga á þeim tíma og þegar FH-ingurinn Hörður Magnússon skoraði flest mörk í deildinni þrjú sumur í röð frá 1989 til 1991. FH-liðið hefur unnið titilinn með sameiginlegu átaki og margir eru að skila til liðsins í sóknarleiknum. Fyrir utan FH-liðin 2015 og 2016 unnu FH-ingar einnig titilinn án tíu marka manns sumrin 2004 og 2006. KR-ingar voru síðan síðasta liðið fyrir utan FH sem afrekaði slíkt en KR vann titilinn 2003 þar sem Arnar Gunnlaugsson og Veigar Páll Gunn- arsson voru markahæstu leikmenn liðsins með sjö mörk hvor. Hin dæmin eru síðan frá níunda áratugnum þegar KA (1989), Valur (1987) og ÍA (1984) fögnuðu sigri í deildinni án þess að vera með mann sem skoraði meira en mark í öðrum hverjum leik. FH-ingar hafa þegar stigið skref í átt að því að efla sóknarleikinn fyrir næsta sumar með því að semja við Stjörnumanninn Veigar Pál Gunn- arsson. Það er afar óvenjulegt að Íslandsmeistaratitill í tólf liða deild vinnist á 32 mörkum. Fram að þessu sumri var lægsta skor meistaraliðs í tólf liða deild 42 mörk hjá Stjörn- unni 2014. FH-ingar bættu það met um tíu mörk. Þetta sumar er lík- lega undantekningin sem sannar regluna. Óskar Ófeigur Jónsson ooj@frettabladid.is FH-ingar taka hér við Íslandsmeistarabikarnum sem þeir unnu annað árið í röð og áttunda skiptið frá og með árinu 2004. Íslandsbikarinn hefur nánast átt lögheimili í Kaplakrikanum síðustu ár. Fréttablaðið/Ernir 2 8 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 7 2 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 1 8 -D 4 A 8 1 B 1 8 -D 3 6 C 1 B 1 8 -D 2 3 0 1 B 1 8 -D 0 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.