Fréttablaðið - 28.10.2016, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 28.10.2016, Blaðsíða 30
hún. Vigdís segist aldrei hafa fengið skammir frá far­ þegum vegna plássleysis á milli sæta en margir eru æstir vegna þess. „Ég fann aldr­ ei fyrir því og í dag vita farþegar hvað þeir eru að kaupa. Öll mín ár sem flugfreyja lét ég aldrei einhverja ómerkilega hluti hafa áhrif á mig en oft kom þjónustulundin og sálfræðingurinn í mér sér vel í starfinu.“ Á undanförnum árum hefur það færst í vöxt að farþegar beri mik­ inn farangur með sér inn í vélina. Stundum eru aðrir farþegar pirr­ aðir á öllum þeim töskum sem troð­ ið er yfir höfuð þeirra. Hjá lág­ gjaldaflugfélögum er taskan ekki innifalin í verðinu en vegna þess hefur hand­ farangur aukist. Iceland­ air hefur hins vegar ekki tekið sérstakt gjald fyrir töskur. Vig­ dís segist því ekki hafa orðið var við þennan pirring í sinni vinnu. „Við vitum það þó að sumir þurfa að taka meira með sér en aðrir á ferðalögum,“ segir hún. AlltAf með góðA skApið Þar sem Vigdís hefur langa reynslu sem flugfreyja var ekki úr vegi að spyrja hvort hún eða starfsfélag­ ar hennar hafi orðið fyrir kynferðis­ legri áreitni frá farþeg­ u m . V i g ­ dís brosir og svarar: „Hvað er það? Þetta orð var ekki til fyrir nokkrum árum.“ Hún var aðeins tví­ tug þegar hún hóf störf. „Ég gerði mér fyllilega grein fyrir að þetta væri erfitt starf og enginn ætti að vinna við það nema hafa ríka þjónustulund og góða skapið alltaf í farteskinu.“ Þegar Vigdís er spurð hvort hún muni eftir skemmtilegri uppá­ komu í starfinu, svarar hún: „Það var svo margt skemmtilegt sem kom upp í þessu starfi og erfitt að velja. Einu sinni voru hjón á besta aldri að fara að heim­ sækja fjöl­ skylduna er­ lendis, fyrir jólin og við skildum ekk­ ert í því að það var búið að panta hjólastóla fyrir þau bæði á komustað. Það var ekk­ ert óeðlilegt við það nema að þessi hjón voru ágætlega ferðafær og ekkert sjáan legt sem amaði að. Þegar við lentum kom í ljós að hjónin voru með handtöskur og poka fulla af góðgæti fyrir jólin, sem þau vildu ekki setja í ferða­ töskurnar, vélin ilmaði af jóla­ matnum, malti og appelsíni í flösk­ um og hjólastólarnir voru notaðir til að aka farangrinum.“ Elín Albertsdóttir elin@365.is Vigdís til vinstri ásamt samstarfskonum í fluginu, Sigrúnu Jónsdóttur, Ásthildi Sverrisdóttur, Guðrúnu Jóhannsdóttur og Unni um borð í vél Icelandair. Vigdís og Vigdís. Tvær flottar konur. Vigdís er kennari við Vættaskóla. Hún segist elska þetta starf og reynslan frá flugfreyju- starfinu kemur sér vel í kennslunni. Hér er hún með Guðmundi Stefánssyni kennara. Á næsta ári eru fjörutíu ár síðan Vigdís byrjaði starfsferil sinn sem flugfreyja. Hún segir að starfið hafi ekki mikið breyst í áranna rás þótt áherslur séu ávallt að breyt­ ast. Rík þjónustulund sé afar mik­ ilvæg í þessu starfi. Bæði konur og karlar starfa nú sem flugliðar en áður fyrr voru þetta eingöngu konur. Vigdís hætti hjá Iceland air árið 2008 þegar setja þurfti gervi­ liði í hné hennar. Meðfram flug­ inu hafði hún starfað sem kennari enda með kennarapróf. Hún hefur haldið því starfi áfram þótt komin sé á aldur. Auk þess er Vigdís áhugaljósmyndari og tekur mikið af fallegum náttúrumyndum. Vig­ dís var mjög virk í kjarabaráttu Flugfreyju félags Íslands og starf­ aði þar meðal annars með Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi flug­ freyju og forsætisráðherra. „Ég er ekkert að setjast í helgan stein,“ segir Vigdís og bætir við að hún sé ekki búin að finna þennan „Helga stein“ eins og nafna hennar Finn­ bogadóttir orðaði það. mAry poppins háloftAnnA Vigdís segir að það hafi fyrst og fremst verið ævintýraljóminn sem heillaði hana fyrst við starfið og að fá möguleika til að ferðast. Þegar hún er spurð hvað hafi verið það skemmtilegasta í starfinu, svar­ ar hún: „Eiginlega allt. Um borð þarf maður að vera „Mary Popp­ ins“ og geta bjargað öllu sem getur komið upp. Flugfreyja er sálfræð­ ingur, hjúkrunarfræðingur, læknir og sáttasemjari. Það er svo margt sem við þurfum að bjarga í 30.000 fetum. Yfirleitt vorum við 4­5 flug­ liðar með um og yfir 200 farþega. Það er lærdómsríkt og hefur komið sér vel við önnur störf hvað vinn­ an var fjölbreytt um borð. Það gat verið erfitt þegar eitthvað fór úr­ skeiðis og við urðum að bjarga málum snarlega. Oft urðu óvænt­ ar uppákomur í ferðum og maður vissi aldrei fyrirfram hvernig dag­ urinn yrði,“ segir hún. mArgt skrítið og skemmtilegt Vigdís segir að vissulega hafi stundum komið upp skrítnir at­ burðir í háloftunum. „En í þessu starfi er maður bundinn trúnaði við farþega og virðir það,“ segir flugfreyjAn vArð ævistArf Það er ávallt mikill ljómi yfir flugfreyjustarfinu og færri komast í það en vilja. Vigdís V. Pálsdóttir starfaði sem flugfreyja í 41 ár. Hún tilheyrir fyrstu kynslóðinni sem gerði flugfreyjustarf að ævistarfi en hún hóf störf árið 1968. JÓLABLAÐ FRÉTTABLAÐSINS Stóra jólablaðið frá Fréttablaðinu kemur út þriðjudaginn 22. nóvember. Áhugasamir hafi samband við: Blaðið er stútfullt af allskonar skemmtilegu efni tengdu jólunum. Jón Ívar Vilhelmsson Sími/Tel: +354 512-5429 jonivar@365.is Jóhann Waage Sími/Tel: +354 512-5439 johannwaage@365.is Atli Bergmann Sími/Tel: +354 512-5457 atlib@365.is Ólafur H. Hákonarson Sími/Tel: +354 512-5433 olafurh@365.is 2 8 . o k t ó b e r 2 0 1 6 F Ö S t U D A G U r6 F ó l k ∙ k y n n i n G A r b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F S S t í l l 2 8 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 1 8 -F C 2 8 1 B 1 8 -F A E C 1 B 1 8 -F 9 B 0 1 B 1 8 -F 8 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.