Fréttablaðið - 28.10.2016, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 28.10.2016, Blaðsíða 32
Útgefandi 365 miðlar ehf. | Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 | fax 512 5301 UmSjónarmaðUr aUglýSinga Jón Ívar Vilhelmsson| jonivar@365.is | s. 512-5429 ÁbyrgðarmaðUr Svanur Valgeirsson Veffang visir.is bróðir jóhanns, Stefán Þór borgþórsson, og fjölskylda hans stunda öll snjóbretti eins og fjölskylda jóhanns. Hér má sjá bræðurna, maka og börn. Stefán Þór, elísabet rós Stefánsdóttir, jóhann, arnar freyr jóhannsson, aðalheiður dís Stefáns- dóttir, laufey ósk Stefánsdóttir, gunnhildur georgsdóttir, Ásgeir Örn jóhannsson, arnfríður Kristín arnardóttir og borgþór ómar jóhannsson. barnastarf í íþróttinni hefur eflst mikið á undanförnum árum. Snjóbrettaíþróttinni hefur vaxið fiskur um hrygg síðustu ár og hefur þeim sem stunda sport- ið farið stöðugt fjölgandi. Snjó- brettaiðkun er orðin almennari og er hjá mörgum orðin afþreying sem öll fjölskyldan tekur þátt í. Varla val um snjóbrettið Jóhann Óskar Borgþórsson flug- maður er einn þeirra sem hafa rennt sér á bretti í mörg ár og nú er öll fjölskyldan með honum í brekkunum. „Ég hef verið á snjóbretti síðan árið 1988 þegar ég byrjaði um fjórtán ára gam- all og stunda þetta enn grimmt. Við hjónin rennum okkur bæði á snjóbretti og drengirnir okkar þrír líka, þeir hafa varla fengið val um neitt annað,“ segir Jóhann í léttum dúr. Yngsti sonur Jóhanns, sem er fimm ára í dag, byrjaði á snjó- bretti þegar hann var tveggja ára gamall og þeir eldri sem eru ellefu og fjórtán ára byrjuðu um þriggja ára gamlir. Jóhann segir snjóbrettin vera fyrir alla og það sé hreinlega mýta að krakkar þurfi fyrst að læra á skíði. „Ég hef heyrt mikið af því í gegnum tíðina að það þurfi að byrja með börn á skíðum en það er engin þörf á því nema fólk vilji það hreinlega.“ Alltaf eitthvað nýtt Jóhann segir snjóbrettaiðkun ekki gefa skíðaiðkun neitt eftir þegar kemur að fjölskylduíþrótt. „Þetta er bara samvera í fjöllun- um og allt það jákvæða sem því fylgir. Við erum mikið saman í þessu, það má eiginlega orða það þannig að ef það er opið í Bláfjöll- um þá erum við að öllum líkind- um þar, öll fjölskyldan.“ Þau hafa líka ferðast víða til að stunda snjóbrettaiðkunina, síðasta vetur voru þau í Frakk- landi og eru að fara til Colorado nú í vetur. „Við höfum líka farið mikið innanlands, drengirnir eru að keppa í þessu og við höfum verið að elta þá um allt land,“ lýsir Jóhann. Töluverður munur er á því að  alltaf jafn gaman á snjóbrettinu jóhann óskar borgþórsson hefur stundað snjóbrettaíþróttina í hátt í þrjátíu ár og segir það enn vera jafn skemmtilegt. Öll fjölskyldan hans stundar íþróttina í dag og nýtir hverja stund til samveru í fjöllunum. Töluverð aukning hefur verið í íþróttinni undanfarin ár. renna sér á snjóbretti hér heima og í útlöndum að sögn Jóhanns. „Snjóbrettaiðkun einkennist mikið af utanbrautarennsli og er- lendis er hægt að vera í þvílíkum brekkum utanbrautar. Það sem er hins vegar svo skemmtilegt við snjóbrettaiðkun hér heima er að við höfum náð að aðlaga rennslið þeim aðstæðum sem við höfum. Nú tæpum þrjátíu árum eftir að ég byrjaði á snjóbretti finnst mér jafn gaman að koma upp í Blá- fjöll og mér fannst fyrst. Þetta er alveg magnað, það er alltaf eitthvað nýtt, nýr hóll eða annað þar sem hægt er að finna sér eitthvað nýtt að gera. Á meðan þetta er svona „gaman í kviðnum skemmtilegt“ þá er alveg sama hvar þú rennir þér svo lengi sem þú ert að renna þér,“ segir hann og brosir. Orðið fjölskyldusport Jóhann lætur ekki duga að renna sér á snjóbretti sjálfur heldur þjálfar hann líka krakka í íþrótt- inni ásamt því að reka Bretta- félag Hafnarfjarðar með öðru góðu fólki. „Þar höfum við búið til vettvang fyrir fólk til að stunda sína íþrótt. Við erum með íþróttahús, eins og við köllum það, í Hafnarfirði sem er fimm hund ruð fermetra inniaðstaða þar sem hægt er að koma og leika sér á vissum tímum. Einnig er hægt að æfa hjá okkur á hjóla- bretti og BMX-hjól og svo snjó- bretti á veturna.“ Í snjóbrettastarfinu hjá fé- laginu eru mikið af fjölskyld- um sem eru allar á snjóbrettum. „Við sjáum alltaf meira og meira af því, ég var á meðal þeirra sem voru í fyrstu kynslóð þeirra sem stunduðu snjóbrettin og svo hefur verið að fjölga mikið á undan- förnum tíu árum því gömlu félag- arnir eru búnir að eignast krakka sem eru allir á snjóbretti. Þetta er líka einmitt þannig sport, sem hentar allri fjölskyldunni.“ Synir jóhanns eru sleipir á snjóbrettunum þrátt fyrir að vera aðeins fjórtán, ellefu og fimm ára gamlir. Snjóbrettaiðkun einkennist mikið af utanbrautarennsli og finnst mörgum gaman að leika listir sínar á brettunum. Tilboðsverð kr. 159.615,- Með fylgir Vitamix sleif, drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 199.518,- Vitamix Pro 750 á sér engann jafningja. Nýtt útlit og nýir valmöguleikar. 5 prógrömm og hraðastillir sjá til þess að blandan verður ávallt fullkomin og fersk! Galdurinn við ferskt hráefni Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is HeilSUræKt Kynningarblað 28. október 20162 2 8 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 1 8 -E 8 6 8 1 B 1 8 -E 7 2 C 1 B 1 8 -E 5 F 0 1 B 1 8 -E 4 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.