Fréttablaðið - 28.10.2016, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 28.10.2016, Blaðsíða 38
Sundlaugastöðvarnar gera okkur kleift að bjóða upp á enn lægra verð en þar er hægt að fá árskort í líkamsrækt og sund á 39.990 kr. Eins fá viðskiptavinir okkar sem eiga kort í hinum stöðv- unum aðgang að sund- laugastöðvunum og í sund. Guðríður Erla Torfadóttir. Íslenska íþróttavörumerkið Flex Fitness skipar stóran sess í íþróttaheiminum hérlendis og hefur náð góðri fótfestu meðal iðkenda ýmiss konar heilsurækt- ar. Hingað til hafa flestar vör- urnar verið hannaðar fyrir karl- menn að sögn Mímis Nordquist, stofnanda og framkvæmdastjóra fyrir tækisins, en nú er stefnt á að breikka vörulínuna enn frekar á næsta ári og auka um leið vöruúr- valið fyrir konur. „Hönnun okkar er íslensk og höfum við lagt mik- inn metnað í að vera með snið sem eru frábrugðin öðrum merkjum sem eykur enn frekar sérstöðu okkar. Sjálfur hanna ég öll fötin og geri það algjörlega eftir mínu höfði, bæði það sem mér finnst vera flott í bland við það sem er í tísku hverju sinni.“ Hugmyndin að Flex Fitness kviknaði árið 2012 þegar Mímir æfði mikið. Þá fannst honum ekki nógu breitt úrval í boði af töff íþróttafötum, hvorki hér á landi né erlendis. „Flest merkin voru að stíla inn á fatnað fyrir algeng- ar íþróttir frekar en hefðbundinn ræktarfatnað. Mér fannst vera gat á markaðinum fyrir íþróttamerki sem stílar meira inn á „street“- tísku en hefðbundin íþróttaföt. Flex hentar því líka vel sem hvers- dagsfatnaður en ekki bara ein- göngu sem æfingafatnaður.“ Meira úrval framundan Stefnan frá upphafi var alltaf að sækja á erlenda markaði þótt flestir viðskiptavinir séu íslensk- ir. „Sala erlendis hefur aukist mjög mikið síðan við opnuðum vefversl- unina og hefur vörumerkið hlotið lof úti í heimi. Að selja vörur til útlanda býður upp á mikla mögu- leika og það verður virkilega spennandi að takast á við stærri verkefni þegar að því kemur.“ Haust- og vetrarlínan hjá Flex Fitness inniheldur nýja boli, tösk- ur, stuttbuxur og leggings og fleiri vörur. „Bolirnir í nýju vetrar- línunni eru frábrugðnir klassísku Flex-bolunum okkur en þeir eru meira „street“, minna „branded“ og virkilega töff. Í vor munum vð kynna mikið af nýjum fatnaði, bæði fyrir karla og konur. Eftir- spurn eftir íþróttafatnaði fyrir konur hefur verið gríðarlega mikil og það verður gaman að takast á við það verkefni og koma til móts við þarfir viðskiptavina okkar.“ Allar nánari upplýsingar má finna á www.flex.is, Instagram @flexfitnessclothing og Facebook Flex Fitness. Svakalega töff í ræktinni Flex Fitness er íslenskt íþróttavörumerki sem hefur vakið mikla athygli fyrir skemmtilega hönnun, bæði heima og erlendis, enda hentar fatnaðurinn jafnt í ræktina og sem hversdagsfatnaður. „Hönnun okkar er íslensk og höfum við lagt mikinn metnað í að vera með snið sem eru frábrugðin öðrum merkjum,“ segir Mímir Nordquist, framkvæmda- stjóri Flex Fitness. MYND/GVA Sala erlendis hefur aukist mjög mikið síðan við opnuðum vefverslunina og hefur vörumerkið hlotið lof úti í heimi. Mímir Nordquist Nýju stöðvarnar þrjár eru í Sala- laug, Kópavogslaug og Ásvalla- laug en Reebok Fitness er sömu- leiðis starfrækt í Holtagörðum, í Urðarhvarfi og á Tjarnavöll- um. „Sundlaugastöðvarnar gera okkur kleift að bjóða upp á enn lægra verð en þar er hægt að fá árskort í líkamsrækt og sund á 39.990 krónur. Eins fá viðskipta- vinir okkar sem eiga kort í hinum stöðvunum aðgang að sundlauga- stöðvunum og í sund,“ segir framkvæmdastjórinn Guðríður Erla Torfadóttir, eða Gurrý eins og hún er kölluð. Gurrý segir nýju stöðvunum hafa verið mjög vel tekið og hefur verið mikið að gera allan mánuð- inn. Farið var í miklar endurbæt- ur á Kópavogs- og Salalaug og er aðstaðan nú til fyrirmyndar. Að- spurð segir Gurrý að boðið sé upp á hóptíma í bæði Kópavogs- og Ásvallalaug. „Í Kópavogslaug hafa þeir verið svo vel sóttir að við þurfum að bæta við tímum en tímarnir í Ásvallalaug hefjast af fullum krafti í byrjun næsta árs.“ Spennandi nýjungar Gurrý segir Reebok Fitness leggja áherslu á að bjóða sí- fellt upp á spennandi nýjungar. „Í haust höfum við boðið upp á Hot Barre tíma sem hafa alger- lega slegið í gegn en þeir eiga uppruna sinn í Bandaríkjunum og byggja á ballett og Pilates styrktaræfingum í heitum sal,“ útskýrir Gurrý en bæði hóp- tímar og námskeið hafa verið fullsetin það sem af er vetri. „Þá höfum við keypt ný spinn- ing-hjól með vattamælum og erum að byrja með hjólaþjálfun í næstu viku. Stefnan er að færa spinning-kennsluna nær hjól- reiðum og gefa hjólafólki kost á að æfa markvisst innandyra og gera marktækar mælingar. Gerð eru þrekpróf og álaginu stjórn- að eftir þeim svo allir geti æft í samræmi við eigin getu.“ Heldur áfram að stækka Reebok Fitness heldur að sögn Gurrý áfram að stækka og stefn- ir á opnun sjöundu stöðvarinn- ar haustið 2017. „Stöðin verður á frábærum stað í Grafarholti við Vesturlandsveg. Hún verð- ur 2.000 m2 með fjórum stórum sölum auk CrossFit stöðvar með sérhönnuðu gólfi fyrir Cross- Fit æfingar. Þá verður útisvæði með heitum og köldum potti auk gufu.“ Gurrý segir Reebok Fitness hafa átt þátt í að breyta mark- aðnum hér á landi en lengi vel þurfti fólk að kaupa árskort í líkamsræktarstöðvum til að fá mánuðinn á sæmilegum kjör- um. „Fólk vill hins vegar ekki binda sig svona lengi. Okkar að- alsmerki er engin binding og við- skiptavinir nýta sér það. Náms- mennirnir segja upp í desem- ber og eins þeir sem ætla í frí á sumrin. Hinar líkamsræktar- stöðvarnar hafa þurft að laga sig að þessu og bjóða nú í auknum mæli upp á skemmri uppsagn- arfrest. Það er mikil samkeppni í þessum geira sem kemur við- skiptavinum til góða.“ Allar nánari upplýsingar er að finna á www.reebookfitness.is en þess skal getið að mánaðargjald í áskrift með engri bindingu er 6.540 krónur og veitir aðgang að öllum stöðvum Reebok Fitness og þremur sundlaugum. Árskort á 39.990 krónur Reebok Fitness fagnar 5 ára afmæli í nóvember. Stöðin var opnuð í Holtagörðum en er nú starfrækt á sex stöðum víðsvegar um borgina. Frá upphafi hefur verið lagt upp með að bjóða viðskiptavinum upp á enga bindingu og lægsta mögulega verð. Þann 1. október sl. voru þrjár nýjar stöðvar opnaðar en þær eru allar starfræktar inni í sundlaugum sem gerir það að verkum að hægt er að bjóða enn lægra verð. Skóflustunga var nýverið tekin að sjöundu stöð Reebok Fitness sem verður opnuð haustið 2017. Stöðin verður við Lambhaga í göngufæri við Úlfarsfell og Grafarholtið. Nýju sundlaugastöðvarnar þrjár eru að sögn Gurrý fullbúnar tækjum og ávallt er leiðbeinandi á staðnum. HEILSuRækt kynningarblað 28. október 20168 2 8 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 1 8 -C 5 D 8 1 B 1 8 -C 4 9 C 1 B 1 8 -C 3 6 0 1 B 1 8 -C 2 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.